„Ritstíll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Höfundar um ritstíl ==
Í áranna rás hafa [[Rithöfundur|rithöfundar]] reynt að fanga lifandi myndir í texta, festa orð í skrift sem bera með sér þann lykil að geta opnað lesandanum þann heim sem höfundurinn sá innra með sjálfum sér. Stíll er oft mikilvægur þáttur þess að það takist. Það er þó ekki öllum gefið að stíla vel eða skýrt, enda þarf ýmislegt að koma til. [[Johann Wolfgang von Goethe]], höfundur leikritsins ''[[Faust]],'' skrifaði einu sinni:
 
:„Ef maður setur sér að skrifa skýran stíl, þá er best að byrja á því að hafa skýra hugsun, og ef maður sækir eftir tignum stíl, þá er nauðsynlegt að hafa tigna sál“.
 
Aðrir höfundar hafa reynt að láta orðin gufa upp í huga lesandans eins og [[Willa Cather]], höfundur: skáldsögunnar, ''[[Hún Antónía mín]]''., Hún en hún sagði eitt sinn: „Ég vil ekki að nokkur maður sem lesi bækur mínar hugsi um ritstíl. Ég vil að lesandinn verði eitt með sögunni“. Hinn franski [[Voltaire]], höfundur ''[[Birtingur|Birtings]],'' hafði mjög einfalda skoðun á stíl og hvað gerði hann góðan. Hann skrifaði einu sinni: „Allur stíll sem ekki er leiðinlegur er góður stíll“.
 
Höfundar hafa einnig velt fyrir sér markmið ritstíla og séð að ólíkur stíll hæfir ólíkum tilefnum. Rómverjinn [[Cíceró]] taldi að til væru þrjár stíltegundir til að ná fram marki höfundar. Hann nefndi stíltegundirnar og markmiðin:<ref>[http://www.fsh.is/files/1369738658%C3%8Dslensk%20m%C3%A1lsaga,%20bls.%2097-109.ppt Íslensk málsaga]</ref>