„Elín Briem“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m flokkur
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
 
== Ytri-Ey og Kvennafræðarinn ==
Sumarið [[1881]] réðist Elín í að sigla til náms í [[Danmörk]]u og lauk prófi frá [[húsmæðrakennaraskóli|húsmæðrakennaraskóla]] Nathalie Zahle í [[Kaupmannahöfn]] vorið [[1883]]. Hún fór þá heim og tók við stjórn Kvennaskólans á Ytri-Ey á [[Skagaströnd (sveit)|Skagaströnd]], sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til [[1895]] og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar [[hannyrðir]], [[matreiðsla]] og önnur hússtörf, heldur líka [[danska]], [[enska]], [[sagnfræði|saga]], [[landafræði]], [[stærðfræði|reikningur]], skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.
 
Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina ''[[Kvennafræðarinn]]'' sem kom fyrst út um áramótin [[1888]]-[[1889]]. Áður höfðu komið út tvær [[matreiðslubók|matreiðslubækur]] á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, [[hreinlæti]] og margt annað.
 
== Hjónabönd og hússtjórnarskólar ==
Elín giftist Sæmundi Eyjólfssyni vorið [[1895]], hætti störfum við skólann og flutti til [[Reykjavík]]ur en Sæmundur dó tæpu ári síðar. Elín kenndi við Kvennaskólann næstu ár en beindi jafnframt kröftum sínum í að berjast fyrir stofnun hússtjórnarskóla í Reykjavík, því að hún vildi hafa skóla þar sem áherslan var á verkmenntun húsmæðra en ekki bóklegar greinar. Með miklum dugnaði við fjáröflun tókst henni að hrinda áformi sínu í framkvæmd og Hússtjórnarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1997. Elín rak skólann, þótt hún stýrði honum ekki, til 1901 en þá flutti hún aftur norður og tók við stjórn [[Húsmæðraskólinn á Blönduósi|Húsmæðraskólans á Blönduósi]], sem var arftaki skólans á [[Ytri-Ey]].
 
Hún stýrði skólanum í tvö ár en þá giftist hún öðru sinni, Stefáni Jónssyni verslunarstjóra á Sauðárkróki, sem hún hafði reyndar verið trúlofuð þegar hún var ung stúlka. Ekki varð það hjónaband mjög langvinnt heldur því að hann dó 1910. Þá tók hún aftur við stjórn skólans á Blönduósi en sagði upp starfi sínu 1915 vegna heilsuleysis og flutti til Reykjavíkur. Þar bjó hún eftir það og starfaði mikið að kvenréttindamálum og þá einkum þeim sem vörðuðu menntun kvenna. Eftir að Elín giftist Stefáni var hún ævinlega nefnd Elín Briem Jónsson.