„Orðræða um aðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
ArthurBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: es:Discurso del método
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Ritgerðin kom fyrst út á frönsku. Hún var gefin út árið 1637 í [[Leiden]] í [[Holland]]i og var inngangur að ritum hans um náttúruvísindi („Dioptrique, Météores e Géométrie“). Hún var síðar þýdd yfir á [[Latína|latínu]] og kom latneska þýðingin út í [[Amsterdam]] árið [[1656]].
 
''Orðræða um aðferð'' er frægust fyrir margfræga tilvitnun „''[[cogito ergo sum]]'', „Ég hugsa, þess vegna er ég“ég. Að auki er fyrsta framsetning Descartes [[Kartesískt hnitakerfi|kartesísku hnitakerfi]] að finna í þessari ritgerð.
 
Ritgerðin er ein sú áhrifamesta í sögunni. Tilgangur hennar var að leggja grunninn sem nútímavísindi áttu að rísa á. Í ritgerðinni tekst Descartes einnig á við [[Efahyggja|efahyggju]], en forn efahyggja — sem menn höfðu kynnst m.a. í ritum [[Sextos Empeirikos|Sextosar Empeirikosar]], [[Cicero]]s og [[Díogenes Laertíos|Díogenesar Laertíosar]] — hafði haft þó nokkur áhrif á heimspekinga í um hundrað ár þegar ritgerðin var samin, t.d. [[Michel de Montaigne]]. Descartes reyndi að hrekja efahyggjuna í eitt skipti fyrir öll með því að finna sannindi sem ekki yrði efast um. Þau sannindi taldi hann sig finna í fullyrðingunni „Ég hugsa, þess vegna er ég til“ (sem er fengin að láni frá [[Ágústínus]]i)