„Chicago-hagfræðingarnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Chicago-hagfræðingarnir''' (e. Chicago School of Economics) er hópur hagfræðinga, sem ýmist kenndu eða námu við Chicago-háskóla á 20. öld og eru kunnir fyrir eindreginn stuðning sinn við frjáls viðskipti[[Frjálshyggja|frjálshyggju]] og rækilegar rannsóknir á verðmyndun á frjálsum markaði. Áhrifamesti hagfræðingurinn í þessum hóp á fyrri hluta 20. aldar var [[Frank H. Knight]], en kunnastur er [[Milton Friedman]], sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 1976. Á meðal annarra Chicago-hagfræðinga eru Nóbelsverðlaunahafarnir [[George J. Stigler]] og [[Gary Becker]]. Nóbelsverðlaunahafarnir [[Ronald Coase]], sem lengi kenndi við Chicago-háskóla, og [[James M. Buchanan]], sem lauk þaðan doktorsprófi, standa báðir nærri Chicago-hópnum, þótt Buchanan teljist frekar til [[Virginíu-hagfræðingarnir|Virginíu-hagfræðinganna]] svonefndu. Friedrich A. von Hayek kenndi einnig lengi í Chicago-háskóla, þótt hann teljist frekar til [[Austurrísku hagfræðingarnir|austurrísku hagfræðinganna]] svonefndu. Tveir afkastamiklir rithöfundar hafa skrifað aðgengileg og alþýðleg verk í anda Chicago-hagfræðinganna, þeir [[Richard Posner]] dómari og [[Thomas Sowell]], vísindamaður í [[Hoover Institution]] í [[Stanford-háskóla]].
 
Rannsóknir [[Milton Friedman|Miltons Friedmans]] á peningamálasögu Bandaríkjanna sýna, að verðbólga er ætíð háð peningamagni í umferð. Heimskreppan stafaði að sögn hans aðallega af því, að niðursveifla í atvinnulífinu breyttist í harða kreppu vegna mistaka í stjórn peningamála, en síðan gerðu margvísleg viðskiptahöft um heim allan illt verra.