„Góðtemplarahús Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Góðtemplarahús Reykjavíkur''' (jafnan kallað Gúttó) var einlyft [[Bárujárn (klæðning)|bárujárnskl]]ætt [[timburhús]] sem stóð á uppfyllingu í [[Tjörnin]]ni sunnan við [[Alþingishúsið]] á horni [[Templarasund]]s og [[Vonarstræti]]s. Húsið var rifið [[1968]] og þar sem það stóð eruer nú bílastæði þingmanna.
 
Húsið var reist af [[Góðtemplarastúka Reykjavíkur|Góðtemplarastúku Reykjavíkur]] og vígt [[2. október]] [[1887]]. [[1890]] var komið þar fyrir [[kassasvið]]i og fóru leiksýningar þar fram, þar til [[Leikfélag Reykjavíkur]] tók til starfa í [[Iðnó]] [[1897]]. Fjöldi annarra félagasamtaka hafði einnig aðstöðu í húsinu um lengri eða skemmri tíma. Frá [[1903]] var [[bæjarstjórn Reykjavíkur]] með fundi í húsinu, en hún hafði áður komið saman í [[Hegningarhúsið við Skólavörðustíg|Hegningarhúsinu Skólavörðustíg]]. Síðasti bæjarstjórnarfundurinn sem haldinn var í húsinu var sá sem endaði með [[Gúttóslagurinn|Gúttóslagnum]] [[9. nóvember]] [[1932]].