„Keila (fiskur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pl:Brosma
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ru:Менёк; kosmetiske ændringer
Lína 20:
'''Keila''' ([[fræðiheiti]]: ''Brosme brosme'') er [[nytjafiskur]] af [[vatnaflekkaætt]], sem er ný ætt, en tilheyrði áður [[þorskaætt]]. Hún lifir í Norður-[[Atlantshaf]]i bæði austan og vestan megin við [[Ísland]]. Keilan er löng, með sívalan bol, einn [[bakuggi|bakugga]] eftir endilöngu bakinu og einn langan [[raufaruggi|raufarugga]], sem báðir eru með einkennandi dökkri rönd yst og hvítum jaðri, auk [[eyruggi|eyrugga]] og [[kviðuggi|kviðugga]]. [[Sporður]]inn er lítill og hringlaga. Hún er með [[skeggþráður|skeggþráð]] á neðri vör sem skagar eilítið fram fyrir þá efri og rönd eftir bolnum endilöngum. Roðið er þykkt og hreistrið smátt. Hún er móleit á lit sem fer frá rauðbrúnu og yfir í gulbrúnan eftir umhverfi. Yngri fiskar eru með sex ljósar þverrákir á síðunni.
 
== Heimkynni, næring og vöxtur ==
Keilan finnst beggja vegna Norður-Atlantshafsins, við [[Nýfundnaland]] og suðurodda [[Grænland]]s. Helstu keilumiðin eru við strendur Íslands (út frá [[Austfirðir|Austfjörðum]] og [[Snæfellsnes]]i, á [[Reykjaneshryggur|Reykjaneshrygg]], við [[Svalbarði|Svalbarða]], meðfram strönd [[Noregur|Noregs]] allt frá [[Múrmansk]], norðan við [[Bretlandseyjar]] og við [[Færeyjar]]. Hún finnst líka í [[Skagerrak]] og [[Kattegat]] en er sjaldséð þar.
 
Lína 27:
Helstu óvinir keilunnar eru [[selur]] og [[hákarl]] og aðrir ránfiskar: [[þorskur]], [[langa]] og [[skata]]. [[Hringormar]] geta tekið sér bólfestu í kjöti keilunnar.
 
== Veiðar og nytjar ==
{| class="prettytable" style="margin:10px;" align="left"
!Næringargildi í 100g:<ref>Andersson, Kent, {{vefheimild|url=http://hem.passagen.se/kent.andersson/lubb.htm|titill=Lubb|mánuðurskoðað=11. apríl|árskoðað=2006}}</ref>
Lína 48:
Heildarafli í heiminum var tæp 22 þúsund tonn árið [[2003]], en var mestur yfir 50 þúsund tonn árið [[1980]] sem bendir til þess að ofveiði hafi skaðað stofninn, en ekki er vitað hversu stór heildarstofninn er. Af [[stofnmælingar|stofnmælingum]] [[Hafrannsóknarstofnun Íslands|Hafrannsóknarstofnunar Íslands]] að dæma hefur [[vísitala veiðistofns]] lækkað frá 1990 en fer hækkandi frá því um [[2001]] sem gefur tilefni til að ætla að stofninn sé í hægum vexti.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hafro.is/Astand/2005/keila-05.pdf|titill=Nytjastofnar sjávar 2004/2005 - aflahorfur 2005/2006|mánuðurskoðað=11. apríl|árskoðað=2006}}</ref> Norðmenn veiða langmest af keilu í heiminum, eða 65% af heildaraflanum, en Íslendingar fylgja þar á eftir<ref>{{vefheimild|url=http://www.fao.org/figis/servlet/species?fid=2217|titill=FIGIS - FAO/SIDP Species Identification Sheet: Brosme brosme|mánuðurskoðað=11. apríl|árskoðað=2006}}</ref>. Mest af því sem veiðist af keilu er saltað til útflutnings, en lítill hluti er frystur. Keila er ekki á [[rauði listinn|rauða lista]] [[IUCN]] yfir tegundir í hættu, en hún er skráð af [[Bretland|bresku]] samtökunum [[Marine Conservation Society]] sem fiskur sem neytendur ættu að forðast að kaupa vegna hættu á ofveiði<ref>{{vefheimild|url=http://www.fishonline.org/search/simple/?fish_id=118&q=tusk&search=Search|titill=Fishonline.org - Tusk|mánuðurskoðað=11. apríl|árskoðað=2006}}</ref>.
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">
<references />
</div>
== Aðrar heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.imr.no/__data/page/4631/3.4_Lange_brosme_og_blaalange.pdf|titill=Havets resursser 2004: 3.4 Lange brosme og blaalange|mánuðurskoðað=11. apríl|árskoðað=2006}}
* Karl Gunnarsson, G. Jónsson, Ó. K. Pálsson, ''Sjávarnytjar við Ísland'', [[Reykjavík]], [[Mál og menning]], [[1998]].
Lína 60:
 
{{Gæðagrein}}
 
[[Flokkur:Vatnaflekkaætt]]
[[Flokkur:Íslenskir fiskar]]
Lína 73 ⟶ 74:
[[no:Brosme]]
[[pl:Brosma]]
[[ru:Менёк]]
[[sv:Lubb]]