„Lónafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Lónafjörður''' liggur milli [[Veiðileysufjörður|Veiðileysufjarðar]] og [[Hrafnsfjörður|Hrafnsfjarðar]] í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Lónanúpur gengur fram í sjó sunnan við fjörðinn en andspænis honum er Múli. Lónafjörður er þröngur og snjóþungur, óaðgengilegur og erfiður yfirferðar; til dæmis er ekki hægt að ganga fyrir fjarðarbotninn nema á fjöru og þá eftir rifjum sem liggja góðan spöl frá landi, því að fyrir innan þau eru lón sem sögð eru botnlaus og ná að fjallinu Einbúa sem gengur fram í sjó í fjarðarbotninum. Í lónunum er mikið um sel.
 
Í Lónafirði hefur ekki verið byggð á sögulegum tíma þótt sagnir séu um búsetu þar, en utan við fjarðarmynnið að vestan var bærinn Kvíar, sem fór í eyði [[1948]].
 
{{stubbur|Ísland|landafræði}}