„Sæmundur suðureyski“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sæmundur suðureyski''' var [[landnámsmaður]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Hann hafði áður verið í víkingaferðum með [[Ingimundur gamli Þorsteinsson|Ingimundi gamla]] og er hans getið í [[Vatnsdæla saga|Vatnsdæla sögu]].

Hann kom til Íslands og lenti skipi sínu í [[Gönguskarðsá]]rósi. Síðan nam hann [[Sæmundarhlíð]] alla en það nafn náði þá yfir miklu stærra svæði en nú er, allt út að Gönguskarðsá, en nú nær Sæmundarhlíð ekki nema út að Reynistað. Austurmörk landnámsins voru við [[Sæmundará]], sem heitir Staðará neðst, og síðan [[Héraðsvötn]] og hefur Sæmundur því einnig numið þau byggðarlög sem nú kallast [[Staðarsveit (Skagafirði)|Staðarsveit]] og [[Borgarsveit]]. Óljóst er hver syðri mörk landnámsins voru því að í einu handriti [[Landnámabók]]ar er Sæmundur einnig sagður hafa numið land undir [[Vatnsskarð]]i. Þetta var því mjög stórt landnám og líklega hefur Sæmundur verið með allra fyrstu landnámsmönnum í Skagafirði.
 
Landnámsjörð Sæmundar er ýmist kölluð Sæmundarstaðir eða Geirmundarstaðir í handritum Landnámabókar en heitir nú Geirmundarstaðir. Það er þó engin stórjörð; helstu höfuðbólin í landnámi Sæmundar eru [[Reynistaður]] og [[Sjávarborg]].