„Hörgárdalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hörgárdalur''' er langur [[dalur]] sem liggur frá [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] til suðvesturs og nær út að sjó innarlega í firðinum. Í dalsmynninu og inn að mótum Hörgárdals og [[Öxnadalur|Öxnadals]] er dalurinn víður og búsældarlegur en innar verður hann þröngur, enda umlukinn háum fjöllum, og undirlendi minna. [[Hörgá]] rennur um dalinn.
 
Norðurmörk dalsins eru um holtarana sem gengur frá Hörgárósum upp að Möðruvallafjalli og liggja síðan eftir fjallstindum. Fjöllin vestan dalsins eru mörg mjög há, þau hæstu á fimmtánda hundrað metra, en á milli þeirra skerast inn djúpir dalir og hamraskálar. Í dalbotninum eru breiðar eyrar, grónar að hluta. Vestan árinnar er gróið undirlendi og grösugar hlíðar og standa bæir þar nokkuð þétt. Svæðið austan árinnar telst ekki til Hörgárdals, það kallast [[Þelamörk (Eyjafirði)|Þelamörk]] fram að mynni [[Öxnadalur|Öxnadals]].
 
Fyrir innan dalamótin þrengist Hörgárdalur. Vesturhlíðin er þar grafin af þverdölum og skörðum og um sum þeirra liggja gamlir fjallvegir. Jöklar eru víða í dalbotnum. Helstu þverdalirnir eru [[Barkárdalur]] og [[Myrkárdalur]]. Fremsti bær í Hörgárdal er [[Flögusel]] og þar fyrir framan sveigir dalurinn meira til vesturs. Úr dalbotninum er farið upp á [[Hjaltadalsheiði]], sem áður var nokkuð fjölfarin leið til [[Hólar í Hjaltadal|Hóla]] í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]].