„Arngrímur Jónsson lærði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
}}
 
'''Arngrímur Jónsson lærði''' ([[1568]] – [[27. júní]], [[1648]]) var [[prestur]] og [[fræðimaður]] á [[Melstaður|Mel]] í [[Miðfjörður|Miðfirði]] og [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]]. Hann er einkum frægur fyrir rit sitt um Ísland, [[Crymogæa]]. Hann fæddist á [[Auðunarstaðir|Auðunarstöðum]] í [[Víðidalur|Víðidal]], sonur Jóns Jónssonar og Ingibjargar Loftsdóttur, en flutti ungur til frænda síns, [[Guðbrandur_Þorláksson_biskup|Guðbrands Þorlákssonar]] biskups á [[Hólar_í_Hjaltadal|Hólum]]. Hann varð stúdent úr [[Hólaskóli (11861106-1802)|Hólaskóla]] [[1585]] og fór til náms í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]], kom aftur til Íslands [[1589]] og fékk þá [[konungsveiting]]u fyrir brauðinu Mel í Miðfirði en varð svo [[rektor]] á Hólum til [[1595]]. Varð formlega aðstoðarmaður Guðbrands biskups árið [[1596]]. Guðbrandur lést [[1627]] og ári síðar fékk Arngrímur aftur veitingu fyrir Melstað og var prestur þar til dauðadags.
 
[[Mynd:ISK_10_note.jpg|thumb|left|Arngrímur á 10 [[íslensk króna|krónu]] seðli.]]
Lína 26:
 
Stungið hefur verið upp á því að skrif Arngríms gegn ritum erlendra höfunda um Ísland hafi verið hluti af því pólitíska valdatafli sem Danakonungur lék gegn [[Hansakaupmenn|Hansakaupmönnum]] á þeim tíma og leiddi á endanum til [[Einokunarverslunin|verslunareinokunar]] Dana, en rit Arngríms beindust gegn skrifum manna sem höfðu komið til Íslands í erindum verslunar Hansakaupmanna.
 
Fyrri kona Arngríms var Sólveig Gunnarsdóttir, sem kölluð var kvennablómi, dóttir [[Gunnar Gíslason Hólaráðsmaður|Gunnars Gíslasonar]] klausturhaldara á [[Víðivellir|Víðivöllum]] og Hólaráðsmanns. Hún dó 1627 og giftist Arngrímur þá Sigríði yngri (f. 1601), dóttur [[Bjarni Gamalíelsson|Bjarna Gamalíelssonar]] (Gamlasonar), sem var rektor Hólaskóla um skeið, heimilisprestur á Hólum og síðast prestur á [[Grenjaðarstaður|Grenjaðarstað]]. Arngrímur átti alls 9 börn sem upp komust með konum sínum. Yngst þeirra var [[Hildur Arngrímsdóttir|Hildur]] ([[1643]] - [[12. október]] [[1725]]), móðir [[Páll Vídalín|Páls Vídalín]] lögmanns.
 
== Ritverk ==