Munur á milli breytinga „Tunglið“

44 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
m (robot Breyti: li:Maon)
Ljósu svæðin (hálendi) á tunglinu eru fjöll og gígar. Þau eru um 4-4,3 milljarða ára gömul og þekja stærsta hluta yfirborðs tunglsins, eða 84%. Bergtegund sem kallast [[anortosít]] veldur hvíta litnum á hálendi tunglsins. Þessi bergtegund inniheldur frumefnin ál kalsíum og kísil. Fjöllin eru elsti hluti tunglsins, öfugt við jörðina. Þetta á sér þá útskýringu að þegar tunglið var nýmyndað gaus það eins og jörðin og við það mynduðust fjöll. Bakhlið tunglsins er nánast bara hálendi en það er vegna þess að aðdráttarafl jarðar er svo mikið að þegar tunglið var að myndast sigu öll þungu efnin inn í miðju sem er 2,5 km frá rúmfræðilegri miðju þess. Þetta kallast bundinn möndulsnúningur. Það er einnig ástæða þess að við sjáum aðeins aðra hlið tunglsins.
==== Listi yfir tunglhöf ====
* '''[[Austurhafið]]''' (Mare Orientale).
* '''[[Eimhafið]]''' (Mare Vaporum).
* '''[[Frerahafið]]''' (Mare Frigoris).
* '''[[Friðarhafið]]'''(Mare Tranquillitatis). Fyrsta mannaða tunglfarið [[Apollo 11]] lenti á Friðarhafinu klukkan 3:17 eftir hádegi [[20. júlí]] [[1969]].
* '''[[Frjósemishafið]]''' (Mare Fecunditatis).
* '''[[Kreppuhafið]]''' (Mare Crisium).
* '''[[Kyrrðarhafið]]''' (Mare Serenitatis).
* '''[[Regnhafið]]''' (Mare Imbrium).
* '''[[Skýjahafið]]''' (Mare Nubium).
* '''[[Veigahafið]]''' (Mare Nectaris).
* '''[[Vessahafið]]''' (Mare Humorum).
 
=== Innri gerð ===
Óskráður notandi