„Lífefnafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
Viðbætur um rannsóknaefni og sögu
Oddurv (spjall | framlög)
Lína 16:
[[Mynd:Biochemistry.gif|thumb|right|[[Friedrich Wöhler]] fylgist með myndum [[þvagefni]]s ((NH<sub>2</sub>)<sub>2</sub>CO).]]
Rannsóknir á lífefnafræðilegum ferlum eiga sér langa sögu, þrátt fyrir að lífefnafræði sem fræðigrein hafi ekki orðið til fyrr en á [[19. öldin|19. öld]], þegar þekkingu og rannsóknatækni í efnafræði hafði fleygt nægilega fram til að unnt væri að rannsaka starfsemi einstakra lífefna. Þannig fengust til dæmis bæði [[René Antoine Ferchault de Réaumur|René Réaumur]] og [[Lazzaro Spallanzani]] þegar á [[18. öldin|18. öld]] við rannsóknir á [[meltingu]] og sýndu fram á að [[magasafi]] úr [[fálki|fálka]] getur melt kjöt utan líkamans.<Ref>[http://etext.lib.virginia.edu/toc/modeng/public/Wil4Sci.html H. S. Williams (1904) A History of Science: in Five Volumes. Volume IV: Modern Development of the Chemical and Biological Sciences Harper and Brothers (New York)]</ref> Þeir höfðu hins vegar engin tök á að útskýra hvernig meltingin átti sér stað, það varð að bíða tilrauna [[John R. Young|Johns Young]], sem uppgötvaði magasýrur í byrjun 19. aldar, og [[Theodor Schwann|Theodors Schwann]] sem uppgötvaði meltingar[[ensím]]ið [[pepsín]] árið [[1835]].
Fyrir miðja 19. öld var almennt álitið að lífefni gætu ekki myndast úr „dauðum“ efnum, heldur eingöngu úr öðrum lifefnum. Með frægri tilraun sinni<ref>F. Wöhler (1828) „Über künstliche Bildung des Harnstoffs“ ''Ann. Phys. Chem.'' '''12''', 253–256</ref> frá [[1828]] sýndi [[Friedrich Wöhler]] fram á að [[þvagefni]] getur myndast úr [[ammóníum sýanat]]i, en þessi tilraun er gjarnan talin marka upphaf [[lífræn efnafræðefnafræði|lífrænna efnafræða]] og leiddi til mikillar grósku í „fýsíólógískum efnafræðum“ – rannsóknum á viðfangsefnum [[lífeðlisfræði|lífeðlisfræða]] með aðferðum efnafræðanna, en heitið ''bíókemía'', eða ''lífefnafræði'', festist smám saman við slíkar rannsóknir.
 
=== Helstu áfangar í sögu lífefnafræðanna ===
Lína 28:
* [[1932]] – [[Hans Adolf Krebs|Hans Krebs]] leiðir út hvörf [[sítrónsýruhringur|sítrónsýruhringsins]].
* [[1932]] – [[Oswald Theodore Avery|Oswald Avery]] endurtekur tilraun [[Frederick Griffith|Griffiths]] og sýnir fram á að það er [[DNA]] sem ber arfbærar upplýsingar.
* [[1953]] – [[James Watson]] og [[Francis Crick]] leiða út byggingu DNA.
 
== Heimildir ==