Munur á milli breytinga „Básendaflóðið“

ekkert breytingarágrip
Svo segir [[Jón Espólín]] frá veðrinu:
 
{{Tilvitnun|Þá gjörði, aðfaranótt hins 9daníunda JanuariiJanúar, sunnan og vestanlands, veður mikið af útsuðri, höfðu þá komið önnur fyrri, en eigi jafnmikil; fylgdi því veðri regn mikið, þrumur og leiftranir, og var himininn all-ógerlegur að líta, þar með fylgdi brim og hafrót með miklum straumi, og urðu því skaðar hvarvetna sem mestir máttu verða hér af slíku; tók sjórinn vöruhlaða-hús á Eyrarbakka með allmikilli vöru, en viðinn rak upp í mýri langt fyrir ofan.
 
Stakkstæðum öllum velti um og steinaskansi, er þar var hlaðinn, svo að engin merki sá til þegar fjaraði; timbur og annað bar sjórinn víðsvegar, en gróf grundvöll undan flestum húsum, spillti vörum, gekk upp um húsagólf, og braut glugga og þili; voru menn þar í svo mikilli hræðslu, sem líklegt var, að sjórinn og veðrið mundi lífláta þá alla, en þó lést enginn, varð þó hvergi flúið undan.
Tók af völlum á Vatnsleysuströnd, spillti malarkömbum og öðru; skekkti kirkjuna á Kálfatjörn fyrir veðri, en tvö negld borð tók af mæni hennar, og sáust aldrei síðan. 9 bátar og eitt fjögura manna far brotnaði þar á Ströndinni. Þá tók ofan að grundvelli kirkjuna að Nesi við Seltjörn, nýlega, vandaða og sterka, og spillti mörgum jörðum, segir Geirr biskup Vídalín, er þá bjó að Lambastöðum, að 5 álnum hefði sjór gengið hærra, þverhnýptu máli, en í öðrum stórstaumsflóðum; braut sjórinn þvert yfir um nesið innan Lambastaði svo að hvorki var fært hestum né mönnum; lét biskup mæla það, og voru 3 hundruð faðma tíræðir, spilltust til ónýtingar á nesinu 18 skip, eða meira, með þeim sem í Viðey og í Engey voru; kot braut á Kjalarnesi og nokkra báta og veður spillti víðar húsum.
 
Í Staðarsveit vestra urðu hinar mestu skemmdir, því hún lá fyrir opnum sjó, gekk sjór þar allstaðar meir en 300 [[föðmum]], og allt til hins 15da hundraðs lengra á land upp en í öðrum flóðum stórstreymdum. [...] Tók upp flutningaskip Hans Hjaltalíns kaupmanns, og braut undir Sölvahamri; höndlunarhús eitt braut og að grundvelli í Ólafsvík, og 2 skip á Sandi; 5 skip brotnuðu á Skógarströnd og 3 bæir, en hvarvetna spillti húsum í öllum sveitum, tók sumstaðar hús ofan að veggjum vestur um Dali, en sjór braut af löndum, og tók hjalla og fiskiföng. 18 skip og bátar brotnuðu þar til vissu, og þóttust menn ei vita til um annað veður, er á einni nóttu hefði meira tjón; kom það og á Vestfjörðum, og Norðurlandi, en varð minna.|Jón Espólín}}
 
 
Óskráður notandi