50.763
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Haustið 1549 ákvað Jón biskup að láta til skarar skríða gegn andstæðingum sínum og sendi þá Ara og Björn suður til að handtaka [[Marteinn Einarsson|Martein Einarsson]] biskup og færðu þeir hann norður í land og höfðu í haldi um veturinn. Vorið eftir riðu biskup og synir hans til [[Alþingi]]s með fjölmennt lið. Eftir þinglok fóru þeir svo í Skálholt og einnig í [[Viðeyjarklaustur|Viðeyjar]]- og [[Helgafellsklaustur]] og endurreistu þau. Um haustið riðu þeir svo vestur í Dali og ætluðu að ráða niðurlögum [[Daði Guðmundsson|Daða]] í [[Snóksdalur|Snóksdal]]. Þeir komu að [[Sauðafell]]i þar sem Daði átti bú og biðu þar um tíma en á meðan safnaði Daði liði og tókst að króa feðgana af í kirkjugarðinum á Sauðafelli og handtaka þá. Þeir voru svo fluttir í [[Skálholt]] og höggnir þar 7. nóvember.
Sagt er að Björn hafi borið sig illa, þegar hann var leiddur til höggs, öfugt við Ara, og sagt: „Æ og æ, börnin mín, bæði ung og mörg.“ Og víst er það að hann var barnmargur. Fylgikona hans var Steinunn Jónsdóttir (um 1515 – eftir 1593), dóttir [[Jón Magnússon ríki|Jóns ríka Magnússonar]] á [[Svalbarð]]i á [[Svalbarðsströnd]] og konu hans, [[Ragnheiður Pétursdóttir á rauðum sokkum|Ragnheiðar á rauðum sokkum]], dóttur [[Pétur Loftsson|Péturs Loftssonar]] sýslumanns í Djúpadal í Eyjafirði. Á meðal systkina Steinunnar voru þeir [[Magnús Jónsson prúði|Magnús prúði]] og [[Staðarhóls-Páll]]. Steinunn og Björn áttu sjö börn sem upp komust: Jón sýslumann á [[Holtastaðir|Holtastöðum]] (1538 – 1613), Bjarna bónda á [[Brjánslækur|Brjánslæk]] (um 1540 – eftir 1616), Árna bónda á [[Sauðafell]]i (um 1540 - um 1590), Magnús bóndi á Hofi á Höfðaströnd o.v. (1541 – eftir 1625), Ragnheiður (f. um 1545), kona Sigurðar Bjarnasonar lögréttumanns á [[Stokkseyri]] og formóðir Stokkseyrarættar, Halldóra (f. um 1545), kona Bjarna Pálssonar á Skriðu í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]], og Teitur (
Eftir lát Björns giftist Steinunn Ólafi Jónssyni bónda í Snóksdal, dóttursyni [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks biskups Nikulássonar]], og síðast [[Eggert Hannesson|Eggert Hannessyni]] lögmanni.
|
breytingar