„Marteinn Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Marteinn Einarsson''' ([[d. [[7. október]] [[1576]]) var [[biskup]] í [[Skálholt]]i frá [[1548]]-[[1556]] og var annar lútherski biskupinn þar.
 
Marteinn var frá [[Staðastaður|Stað á Ölduhrygg]], sonur Einars Ölduhryggjarskálds Snorrasonar, sem þar var prestur frá því um 1500 til dauðadags [[1538]], en móðir hans var Ingiríður Jónsdóttir, systir [[Stefán Jónsson (biskup)|Stefáns]] Skálholtsbiskups. Einar Ölduhryggjarskáld átti fjölda barna með að minnsta kosti þremur konum. Alsystir Marteins var Guðrún, kona [[Daði Guðmundsson|Daða Guðmundssonar]] í [[Snóksdalur|Snóksdal]], en hálfbræður hans voru [[Gleraugna-Pétur Einarsson]], sýslumaður og prestur í [[Hjarðarholt]]i, og [[Moldar-Brandur Einarsson]], sýslumaður á Snorrastöðum og í Hítarnesi.