„Reynistaðarklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Heimildir o.fl.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Reynistaðarklaustur''' var nunnuklaustur af [[Benediktsregla|Benediktsreglu]], stofnað árið [[1295]] á [[Reynistaður|Reynistað]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Það var annað tveggja nunnuklaustra á landinu og starfaði til [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]].
 
[[Gissur Þorvaldsson]] jarl hafði fyrir dauða sinn [[1268]] gefið bújörð sína, Stað í Reynisnesi (Reynistað) til klausturstofnunar en þó liðu nærri 30 ár þar til af henni varð. Þá var það [[Jörundur Þorsteinsson|Jörundur Hólabiskup]] sem tók af skarið og fékk í lið með sér auðuga konu, Hallberu að nafni, er síðar varð abbadís, og fleiri mektarkonur til að gefa fé til klausturstofnunar og sjálfur lagði hann klaustrinu til 23 jarðir Hólastóls sem skyldu vera ævarandi eign þess. Hólabiskup átti að vera verndari eða eins konar ábóti klaustursins. Var þar jafnan umboðsmaður biskups eða ráðsmaður í forsvari.
Lína 18:
* Barbara hét næsta abbadís og var hún orðin það 1443. Hún er enn í embætti 1459 en hefur líklega dáið ári síðar.
* Agnes Jónsdóttir, systir Arngríms ábóta á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]], varð þá abbadís. Hún var fyrst skipuð príorisa af [[Ólafur Rögnvaldsson|Ólafi Rögnvaldssyni]] biskupi [[3. mars]] [[1461]] en varð svo abbadís og gegndi því embætti til dauðadags 1507.
* [[Solveig Hrafnsdóttir]], dóttir [[Hrafn Brandsson|Hrafns Brandssonar]] [[lögmaður|lögmanns]],(Rafnsdóttir) varð næst abbadís og var vígð [[1. janúar]] [[1408]]. Hún var dóttir [[Hrafn Brandsson (eldri)|Hrafns Brandssonar]] lögmanns og hafði gengið í klaustrið [[1493]]. Hún gegndi embættinu allt til siðaskipta. Solveig dó [[1562]] og var þá háöldruð.
 
== Heimildir ==