„Sverrir Sigurðsson (konungur)“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
m (Interwiki)
Ekkert breytingarágrip
|'''Sverrir Sigurðsson''' (eða '''Sverrir Sigurðarson'''), oftast kallaður '''Sverrir konungur''' (um [[1151]] – [[9. mars]] [[1202]]), var konungur [[Noregur|Noregs]] á árunum [[1177]] – [[1202]]. Fram til 1184 var [[Magnús Erlingsson (konungur)|Magnús Erlingsson]] einnig konunngur og áttu þeir í stöðugu stríði.
 
Sverrir fæddist líklega í [[Björgvin]] en ólst upp í Kirkjubæ í [[Færeyjar|Færeyjum]]. Móðir hans hét Gunnhildur og þegar Sverrir var fullvaxinn sagði hún honum eftir því sem segir í [[Sverris saga|sögu Sverris]] að hann væri ekki sonur manns hennar, Unáss kambara, eins og hann hafði alltaf haldið, heldur væri faðir hans [[Sigurður munnur]], sem var konungur Noregs 1136-11551136–1155. Nútíma sagnfræðingar telja það útilokað, en hvort sem Sverrir trúði þessu sjálfur eða ekki, hélt hann til Noregs [[1177]] og setti sig í samband við uppreisnarflokk [[birkibeinar|birkibeina]], sem þá var án leiðtoga eftir að Eysteinn meyla hafði fallið í bardaga við menn Magnúsar konungs og [[Erlingur skakki|Erlings skakka]] fyrr sama ár.
 
Sverrir reyndist fær leiðtogi og herforingi og ekki leið á löngu þar til honum hafði tekist að fá sig hylltan sem konung á [[Eyraþing]]i. Næstu árin háðu birkibeinar skæruhernað gegn mönnum Magnúsar og Erlings skakka og var stöðugt á faraldsfæti. Erlingur skakki, faðir Magnúsar konungs, féll í bardaga [[1179]] og Magnús flúði til [[Danmörk|Danmerkur]], en sneri þó aftur og skæruhernaðurinn hélt áfram. Það var ekki fyrr en Magnús féll í bardagaorustunni við Fimreiti í [[Sognsær|Sogni]] 1184, sem Sverrir gat talið sig tryggan í sessi. Eftir það má segja að gömlu norsku höfðingjaættirnar hafi verið mikið til úr sögunni, útdauðar eða áhrifalausar. Helstu andstæðingar hans þá voru biskuparnir Nikulás og Eiríkur, sem stýrðu flokki [[baglar|bagla]] og tókst að fá páfann til að [[bannfæring|bannfæra]] Sverri árið [[1194]]. Átökin við baglana stóðu þar til Sverrir dó á sóttarsæng í Björgvin 1202.
 
Kona Sverris var Margrét, dóttir [[Eiríkur helgi|Eiríks helga]] Svíakonungs og áttu þau eina dóttur, Kristínu. Sverrir átti einnig tvo frilluborna syni, Sigurð lávarð, sem dó skömmu á undan föður sínum og lét eftir sig ungan son, [[Guttormur Sigurðsson|Guttorm]], og [[Hákon Sverrisson|Hákon]], sem tók við ríki af föður sínum en varð ekki langlífur.
 
[[Karl Jónsson]] ábóti á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]] ritaði sögu Sverris konungs ([[Sverris saga|Sverris sögu]]), sem talin er tímamótaverk í bókmenntasögunni.
 
== Heimildir ==
Óskráður notandi