„Sumarólympíuleikarnir 1896“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m 1896
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sumarólympíuleikarnir 1896''' voru haldnir í [[Aþena|Aþenu]], [[Grikkland]]i 6. til 15. apríl [[1896]]. Þetta voru fyrstu [[Ólympíuleikar]] sem haldnir höfðu verið síðan [[Ólympíuleikarnir fornu]] voru lagðir niður á 4. eða 5. öld. Leikarnir voru haldnir í endurbyggðum fornum leikvangi [[Panaþenaíkóleikvangurinn|Panaþenaíkóleikvanginum]] þar sem [[Ólympíuleikar Zappas]] höfðu verið haldnir þrisvar áður að undirlagi gríska athafnamannsins [[Evangelis Zappas]].
 
Þrátt fyrir ýmis vandræði töldust leikarnir hafa heppnast vel og voru stærsta alþjóðlega fjölíþróttakeppninfjölgreinakeppnin sem haldin hafði verið fram að þeim tíma. Íþróttamenn frá fjórtán löndum tóku þátt að talið er. Flestir þeirra voru tilfallandi í Aþenu á þeim tíma en voru ekki sendir þangað af samtökum í heimalöndum sínum. Hugmyndin um landslið varð ekki mikilvæg fyrr en síðar og blönduð lið tóku þátt í liðakeppnum á leikunum. Sigurvegarar í hverri grein fengu verðlaunapening úr [[silfur|silfri]] og [[ólífutré|ólífugrein]]. Konum var meinuð þátttaka á leikunum.
 
Keppt var í níu greinum á leikunum; [[fimleikar|fimleikum]], [[frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]], [[glíma|glímu]], [[hjólreiðar|hjólreiðum]], [[kraftlyftingar|kraftlyftingum]], [[skotfimi]], [[skylmingar|skylmingum]], [[sund]]i og [[tennis]].