„Mont Pèlerin Society“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gdh (spjall | framlög)
m Færði myndina ofar og til vinstri
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Mont Pèlerin Society''', eða Mont Pèlerin samtökin á íslensku, eru alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, sem hittist annaðhvort ár og stundum oftar.
 
[[Mynd:Hayek_and_Popper.jpg|thumb|right|160px300px|Hayek og Popper, tveir stofnendur Mont Pèlerin Society]]
 
Þau voru stofnuð í apríl [[1947]] í [[Sviss]], þegar 47 menntamenn komu þar saman, en austurrísk-breski hagfræðingurinn [[Friedrich A. von Hayek]] hafði boðið þeim þangað. Á meðal stofnenda voru [[Frank H. Knight]] frá Chicago-háskóla, [[Ludwig von Mises]], einn aðalleiðtogi austurrísku hagfræðinganna svonefndu, heimspekingurinn [[Karl R. Popper]], hagfræðingurinn [[Luigi Einaudi]], forseti Ítalíu, og hagfræðingarnir von Hayek, [[Maurice Allais]], [[Milton Friedman]] og [[George J. Stigler]], sem allir áttu eftir að hljóta Nóbelsverðlaun í [[hagfræði]]. Á meðal félaga í samtökunum hafa verið [[Ludwig Erhard]], kanslari Þýska sambandslýðveldisins, [[Vaclav Klaus]], forseti Tékkneska lýðveldisins, og Nóbelsverðlaunahafarnir [[Gary Becker]], [[James M. Buchanan]], [[Ronald Coase]] og [[Vernon Smith]]. Einn íslenskur félagi er í samtökunum, [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], prófessor.
Lína 7:
Mont Pèlerin samtökin hafa enga yfirlýsta stefnu, þótt óhætt sé að telja flesta eða alla félaga í þeim eindregna stuðningsmenn frjálshyggju. Margir telja, að samtökin hafi átt drjúgan þátt í því, að [[frjálshyggja]], sem beið mikinn hnekki í heimsstyrjöldunum tveimur og heimskreppunni, efldist mjög á síðasta fjórðungi 20. aldar, þótt eflaust hafi hrun sósíalistaríkjanna í Austur-Evrópu einnig haft þar sitt að segja. Flestir félagarnir eru háskólaprófessorar, aðallega í hagfræði, en sumir eru kaupsýslumenn og rithöfundar. Forsvarsmenn ýmissa áhrifamikilla rannsóknastofnana eru félagar í samtökunum, til dæmis [[Institute of Economic Affairs]] í Lundúnum, [[Heritage Foundation]], [[American Enterprise Institute]] og [[Cato Institute]] í Washington, DC, og [[Hoover Institution]] í Stanford-háskóla.
 
[[Mynd:HHGandBJensenandVKlaus.jpg|thumb|left|160px300px|Frá fundi Mont Pèlerin Society í Reykjavík í ágúst 2005: Hannes H. Gissurarson, Bent Jensen og Vaclav Klaus]]
 
Fyrsti forseti Mont Pèlerin Society var [[Friedrich A. von Hayek]], en forseti samtakanna frá [[2004]] er [[Victoria Curzon-Price]], prófessor í hagfræði í Genfarháskóla. Samtökin héldu fund á Íslandi í ágúst [[2005]] um "Frelsi og eignarrétt á nýrri öld" (Liberty and Property in the 21st Century). Á meðal umræðuefna voru einkaeignarréttur á útvarpsrásum, fiskistofnum og erfðavísum, hvort lítil ríki væru hagkvæmari einingar en stór og hvers vegna flestir menntamenn aðhyllast sósíalisma. Á meðal erlendra fyrirlesara voru [[Vaclav Klaus]], forseti Tékkneska lýðveldisins, [[Andrei Illarionov]], þá aðalefnahagsráðgjafi [[Pútíns]] Rússlandsforseta, [[Harold Demsetz]], einn helsti eignarréttarhagfræðingur heims, og [[Arnold Harberger]], einn kunnasti hagfræðingurinn úr Chicago-hópnum svonefnda. Íslenskir fyrirlesarar voru [[Davíð Oddsson]], þá utanríkisráðherra, [[Ragnar Árnason prófessor]], [[Þráinn Eggertsson]] prófessor, [[Birgir Þór Runólfsson]] dósent, [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]] prófessor og dr. [[Kári Stefánsson]] forstjóri.