„Þórsmörk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jakobjs (spjall | framlög)
m Bætti við tengli á göngukort
Badík (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Þórsmörk.jpeg|thumb|right|Þórsmörk]]
'''Þórsmörk''' er svæði norðan [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökuls]] og vestan [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökuls]]. Þórsmörk afmarkast af Mýrdalsjökli í austri, [[Krossá]] í suðri og [[Markarfljót]]i og [[Þröngá]] í norðri. Nafn sitt dregur Þórsmörk af germanska guðinum [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] en Ásbjörn Reirkjetilsson helgaði landnám sitt honum. [[blaðmosi|Blaðmosar]], [[burkni|burknar]] og [[birki|birkitré]] vaxa þar og er [[gróðurfar|gróðurfarið]] mjög fjölbreytt. Meginástæða gróðursældar í Þórsmörk er sú að svæðið er náttúrulega varið fyrir [[Íslenska sauðkindin|búfé]] af torfærum [[á (landform)|ám]] og [[jökull|jöklum]]. Bændur í [[Fljótshlíð]] stunduðu þó fyrr á öldum að ferja fé yfir árnar til beitar.
 
[[Krossá]] rennur niður Krossárdal og skilur Þórsmörk frá [[Goðaland|Goðalandi]] í mörgum kvíslum. Krossá er [[jökulá]] og er því mjög köld og breytir sér oft. Yfirferð getur verið hættuleg og hafa nokkur banaslys orðið í ánni. [[Brú]] hefur verið gerð fyrir [[fótgangandi|fótgangendur]].