„Eysteinn Magnússon (konungur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kiwi (spjall | framlög)
m +iw og mynd
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Oeystein.jpg|thumb|Stytta af Eysteini 1.]]
'''Eysteinn Magnússon''' eða '''Eysteinn 1.''' ([[1088]] - [[29. ágúst]] [[1123]]) var konungur Noregs frá [[1103]] ásamt hálfbræðrum sínum, [[Ólafur Magnússon (konungur)|Ólafi]] og [[Sigurður Jórsalafari|Sigurði Jórsalafara]], þar til Ólafur dó [[1115]] en eftir það ríktu Eysteinn og Sigurður saman þar til Eysteinn lést.
 
Þeir bræður voru allir frillusynir [[Magnús berfættur|Magnúsar berfætts]] en móðir Eysteins var af lágum stigum og er nafn hennar óþekkt. Þeir voru kornungir þegar þeir tóku við ríkjum eftir fall föður síns 1103, Eysteinn 15 ára, Sigurður 13 og Ólafur aðeins 3-4 ára. Eldri bræðurnir stýrðu því ríkinu með aðstoð ráðgjafa, enda var Ólafur heilsuveill og dó ungur, og á meðan Sigurður var í Jórsalaferð sinni 1108-1111 stýrði Eysteinn ríkinu einn. Eftir heimkomu Sigurðar deildu þeir með sér völdum og skiptust á að dvelja í suður- og norðurhluta ríkis síns.