„Shell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 12:
}}
 
'''Royal Dutch Shell plc''', þekkt almennt sem '''Shell''', er fjölþjóðlegt [[olía|olíufyrirtæki]], með uppruna bæði í [[Bretland]]i og [[Holland]]i. Samkvæmt tímaritinu ''[[Fortune]]'' er Shell stærsta fyrirtæki í heimi, og samkvæmt ''[[Forbes]]'' er annað stærsta fyrirtæki í heimi. Það er líka ein [[systurnar sjö|systranna sjö]] í olíuiðnaði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í [[Haag]] í Hollandi. Shell á líka skrifstofur í [[Shell Centre]] í [[London]], Bretlandi.
 
Helstu framkvæmdasvæði fyrirtækisins eru framleiðsla, vinnsla, flutningur og markaðssetning [[kolvatnsefni| kolvatnsefna]] (beggja [[jarðolía|jarðolíu]] og [[jarðgas]]s). Shell starfar líka í framleiðslu [[jarðolíuefni|jarðolíuefna]] og er nýkomið í [[Endurnýjanleg orka|endurnýjanlega orku]], og er að þróa [[vindorka|vind-]], [[vetnisorka|vetnis-]] og [[sólarorka|sólarorku]]tækni. Shell er skráð hjá [[kauphöllin í London|kauphöllinni í London]] og [[Euronext]] í [[Amsterdam]]. Shell starfar í um það bil 140 löndum. Dótturfyrirtækið [[Shell Oil Company]] starfar í [[Bandaríkjunum]], og er eitt stærsta fyrirtæki þeirra. Höfuðstöðvar dótturfyrirtækisins eru staddar í [[Houston]], [[Texas]].