„Skarð (Skarðsströnd)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengla.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Bændur á Skarði voru jafnan ríkir og áttu mikið undir sér. Jörðin er í landnámi [[Geirmundur heljarskinn|Geirmundar heljarskinns]] en hann bjó á Geirmundarstöðum samkvæmt [[Landnámabók]]. Líklegt er talið að afkomendur hans hafi fljótlega flutt sig að Skarði og sé svo hefur jörðin ef til vill verið í eigu sömu ættar frá [[landnámsöld]]. Sá fyrsti af ætt [[Skarðverjar|Skarðverja]] sem staðfest er að hafi búið á jörðinni er [[Húnbogi Þorgilsson]], sem sumir telja að hafi verið bróðir [[Ari Þorgilsson fróði|Ara fróða]] en í [[Sturlunga|Sturlungu]] er hann sagður sonur [[Þorgils Oddason|Þorgils Oddasonar]]. [[Snorri Húnbogason|Snorri]] sonur Húnboga var lögsögumaður 1156-1170. Sonarsonur hans var Snorri Narfason, sem kallaður var [[Skarðs-Snorri Narfason|Skarðs-Snorri]] og er í [[Sturlunga|Sturlungu]] sagður manna auðugastur í Vestfjörðum. Hann var prestvígður eins og faðir hans og Narfi sonur hans. [[Narfi Snorrason]] (d. 1284) fékk sérstaka undanþágu erikbiskups frá því að skilja við konu sína þegar prestar fengu fyrirmæli um að gera það. Þrír synir hans, [[Þórður Narfason|Þórður]], [[Þorlákur Narfason|Þorlákur]] og [[Snorri Narfason|Snorri]], urðu allir [[lögmaður|lögmenn]].
 
Sonur Snorra var [[Ormur Snorrason|Ormur lögmaður]], sem varð gamall og bjó mjög lengi á Skarði. Sonarsonur hans var [[Loftur Guttormsson]], sem átti bú á Skarði þótt hann byggi aðallega á [[Möðruvellir í Hörgárdal|Möðruvöllum]], og frægust allra Skarðverja á miðöldum voru [[Ólöf Loftsdóttir|Ólöf ríka]] dóttir Lofts og maður hennar, [[Björn Þorleifsson]] hirðstjóri. Björn var drepinn af Englendingum í [[Rif]]i [[1467]] en Ólöf hefndi hans grimmilega, handtók að sögn suma Englendingana, flutti þá heim að Skarði og þrælkaði þá þar, lét þá meðal annars leggja steinstétt heim að Skarðskirkju sem enn sér fyirir. Hún bjó í rúm 30 áráfram á Skarði eftir dauða hans. Solveig dóttir hennar bjó svo á Skarði eftir móður sína og ættin síðan áfram til þessa dags.
 
Höfn Skarðverja hefur frá alda öðli verið í Skarðsstöð. Þaðan hefur jafnan verið útgerð og nú er þar smábátahöfn. Verslun var þar frá 1890-1911.