Munur á milli breytinga „Sófókles“

ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: yo:Sophocles)
[[Mynd:Sophokles.jpg|thumb|right|140px|Sófókles]]
'''Sófókles''' ([[grískaforngríska]]: ''ΣοφοκληςΣοφοκλῆς'') ([[496 f.Kr.|496]] eða [[495 f.Kr.|495]] – [[406 f.Kr.]]) var [[Aþena|aþenskt]] harmleikjaskáld. Sófókles tók einnig þátt í [[stjórnmál]]um og var [[herforingi]] í [[Pelópsskagastríðið|Pelópsskagastríðinu]] og leiddi herleiðangur til [[Samos]]. Hann var stundum nefndur '''attíska býflugan''' vegna „sætleika verka hans“. Sófókles er annar í röðinni af þeim þremur grísku harmleikjaskáldum sem hafa þótt merkust allt frá því [[5. öld f.Kr.]]; hann var nokkrum áratugum yngri en [[Æskýlos]] og eilítið eldri en [[Evripídes]]. Sófókles keppti opinberlega við bæði [[Æskýlos]] og [[Evripídes]] í harmleikjagerð og var þeirra sigursælastur.
 
Sófókles samdi mikinn fjölda [[Harmleikur|harmleikja]], um eða yfir 120 leikrit. Leikritin voru send inn í keppni á [[Díonýsosarhátíðin]]ni en hver höfundur sendi inn þrjá harmleiki og einn [[Satýrleikur|satýrleik]]. Sófókles vann fyrstu verðlaun um 20 sinnum, oftar en nokkurt annað harmleikjaskáld, og ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurn tímann lent neðar en í annað sæti.
Óskráður notandi