„Forngotlenska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fingralangur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Fingralangur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Forngotlenska''' (''Gutniska'' eða ''Gutemål'') var sú mállýska [[norræn tungumál|norrænu]] sem töluð var að fornu á eyjunni [[Gotland]]. Hún er það frábrugðin hinum [[fornausturnorræna|fornausturnorrænu]] mállýskunum, [[fornsænska|fornsænsku]] og [[forndanska|forndönsku]], að hana ber að telja sem eigið mál. Úr henni er nútíma [[sænska]] mállýskan [[gotlenska]] komin.
 
Rótin ''Gut'' í nafninu ''gutniska'' er sú sama og í ''Got''. Margir málvísindamenn hafa talið að forngotlenska og [[gotneska]] (túngumáltungumál [[Gotar|Gota]] sem nú eru útdauð) séu nátengd.
 
Fornnorræna tvíhljóðið ''au'' (eins og í ''auga''> ''augä'') hélst í [[vesturnorræna|vesturnorrænu]], en breytist í austurnorrænu í sérhljóðið ''ø'' (''øga''). Sama gerðist með tvíhljóðið ''ai'' í ''stain'' (steinn) sem í austurnorrænu varð að ''e'' (''sten''). Þar sem vesturnorræna hafði tvíhljóðið ''ey'' (og austurnorrænan ''ø''), hafði forngotlenska ''oy''.