„Byggingarefni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|250px|Járnabinding lögð í steinsteypu. '''Byggingarefni''' eru þau efni sem eru notuð til að byggja mannvirki. Má nota mörg nátt...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. desember 2009 kl. 01:21

Byggingarefni eru þau efni sem eru notuð til að byggja mannvirki. Má nota mörg nátturuleg efni sem byggingarefni, til dæmis leir, sandur, tré og berg. Notaðar hafa verið trjágreinar og laufblöð sem byggingarefni. Að auki eru gerviefni notuð sem byggingarefni, nokkur þessara eru meir tilbúin en önnur. Framleiðsla byggingarefna er vel sett atvinnugrein í mörgum löndum og notkun þessara efna skiptist í nokkrar iðngreinar, eins og trésmíði, pípulögn, þakabygging og uppsetning einangrunar.

Járnabinding lögð í steinsteypu.

Nátturuleg efni

Byggingarefni skiptast í tvo flokka: nátturuleg og tilbúin. Nátturuleg efni eru þau sem hafa ekki verið unnin í iðnaði, eða þau sem hafa verið dálítið unnin, eins og timbur eða gler. Tilbúin efni eru framleidd með iðnvæddum aðferðum og hafa verið ákaflega unnin af mönnum eða vélum, eins og plast eða málning byggð á jarðolíu. Gagnleg eru bæði nátturuleg og tilbúin efni.

Leðja, steinn og plöntur eru þau einföldustu efni. Um allan heim hefur fólk notað öll þessara efna til að byggja húsin sín, eftir tíðarfari þar sem þau búa. Yfirleitt er steinn notaður sem formgerðarefni í þessum byggingum, og leðja er notuð til að fylla bilin. Leðjan er í raun steinsteypt efni.

Dúkur

Hirðingjar um allan heim hafa, samkvæmt venju, búið í tjöldum. Tvær velþekktar gerðar af tjöldum eru indíánatjald og yurt. Nýlega hefur notkun dúks verið endurlífguð sem byggingarefni. Mega nútímabyggingar nota dúk sem er haldinn upp af stálköplum eða loftþrýstingi, til dæmis.

Leðja og leir

 
Byggingar úr jarðvegi á Íslandi.

Ólíkir byggingarstílar fara eftir magni sérstaks efnis sem er notað. Þessir fara oft eftir gæði jarðvegs notuð, til dæmis byggingar úr jarðvegi með meiri leir eru ólíkar þeim sem eru byggðar úr jarðvegi með meiri sandi. Leðja og leir geta bæði haldið hita eða kulda inn vel vegna góðrar varmarýmdar sinnar. Hús sem nota jarðveg sem byggingarefni eru náttúrulega köld í sumar og heit í vetri. Leir heldur hita eða kulda og geta gefið hann frá sér í langan tíma, eins og steinn. Veggir úr jarðvegi breytast í hita hægt og hægt, þannig gerast hitastigsbreytingar í lengri tíma en í öðrum byggingum, en þær vara einnig í lengri tíma.

Byggingar úr leðju og leir finnast í Vestur- og Norður-Evrópu og hafa verið byggðar þar í margar aldir. Sumar þessara bygginga eru enn íbúðarhæfar í dag.

   Þessi mannvirkjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.