„Stórveldistími Svíþjóðar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Adorian (spjall | framlög)
Skipt um mynd
Lína 1:
[[Mynd:Sweden_1658Sweden in 1658.pngPNG|thumb|right|350px|Svíaveldi á hátindi sínum eftir friðarsamningana í Hróarskeldu 1658. Rauða svæðið er Svíþjóð fyrir 1561, svæði sem Svíar lögðu undir sig eru sýnd með öðrum litum.]]
'''Stórveldistími Svíþjóðar''' er tímabil í [[saga Svíþjóðar|sögu Svíþjóðar]] sem nær frá [[1611]] til [[1718]] þegar [[Svíþjóð]] gerðist [[stórveldi]] í [[Evrópa|Evrópu]]. Á undan stórveldistímanum kemur [[Fyrra Vasatímabilið]] ([[1521]]-[[1611]]) og eftir að því lauk tók [[Frelsistími Svíþjóðar]] ([[1719]]-[[1772]]) við.
 
Upphaf stórveldistímans má rekja til tilrauna [[Karl hertogi|Karls hertoga]] til að tryggja hagsmuni Svíþjóðar og [[Finnland]]s með því að tryggja og leggja undir sig landsvæði við [[Eystrasalt]]ið í upphafi [[17. öldin|17. aldar]]. Við þetta lenti Svíum saman við [[Rússneska keisaradæmið]], [[Pólsk-litháíska samveldið]] og [[Dansk-norska ríkið]].
 
HiðHinn eiginlegi stórveldistími miðast oftast við það þegar [[Gústaf 2. Adolf]], elsti sonur Karls hertoga, tók við völdum árið [[1611]]. Gústaf tókst að vinna lönd af Rússum og Pólverjum þannig að Eystrasalt var á góðri leið með að verða sænskt haf. [[1630]] tók hann þátt í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]] og eftir lát hans [[1632]] héldu Svíar áfram að leika stórt hlutverk á meginlandi Evrópu og tókst þar að auki að vinna mikilvæga sigra á Dönum [[1645]], [[1658]] og [[1679]]. Með þeim tókst að afla ríkinu [[náttúruleg landamæri|náttúrulegra landamæra]] við [[Eyrarsund]] og vinna héruð í [[Noregur|Noregi]].
 
Endalok stórveldistímans urðu vegna eflingar [[Rússland]]s í valdatíð [[Pétur mikli|Péturs mikla]]. Til uppgjörs kom í [[Norðurlandaófriðurinn mikli|Norðurlandaófriðnum mikla]] [[1700]]-[[1721]] og endalok tímabilsins eru höfð við lát [[Karl 12.|Karls 12.]] árið [[1718]].
 
[[Flokkur:Saga Svíþjóðar]]