„Jón Ólafsson Indíafari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Tveimur árum síðar kom hann til Íslands aftur og var að [[Sæurbær á Rauðasandi|Bæ á Rauðasandi]]. Hann kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur og fór með henni heim í Álftafjörð, og bjó þá að Tröð. Þaðan héldu þau hjónin til [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og þar drukknaði Ingibjörg, og sonur þeirra lést skömmu síðar. Aftur kvæntist Jón Þorbjörgu Einarsdóttur og eignaðist soninn Ólaf, sem nokkur ætt er frá kominn. Með Þorgjörgu bjó hann að á Uppsölum í Álftafirði og loks til æviloka í Eyrardal, á konungsjörð. Á gamals aldri ritaði hann ævisögu sína (um [[1661]]). Frásögnin skiptist í tvo meginhluta og greinir sá fyrri frá þeim tíma sem hann varð í Danmörku og ferðinni til Svalbarða, en hinn síðari lýsir Indlandsferð hans. Þriðja hlutanum bætti sonur Jóns við og greinir hann frá ævi Jóns eftir heimkomuna til Íslands.
 
Í meginatriðum er frásögn Jóns rétt enda hægt að staðfesta hanafrásögn Jóns með mörgum samtímaheimildum. Sums staðar tilgreinir hann þó rangt ár eða misminnir um persónur og embætti. Hann var gæddur góðri frásagnargáfu og eru lýsingar hans á mannlífinu í [[Kaupmannahöfn]] og siðum framandi þjóða mjög líflegar. Æfisagan þykir einstæð heimild um mannlíf og herþjónustu í danska flotanum á 17. öld. Hafa Danir látið gera útdrátt úr henni sem lestrarefni handa börnum og unglingum í dönskum skólum.
 
== Tenglar ==