„Jón Ólafsson Indíafari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Árið [[1615]] kom hann sér um borð í [[England|enskt]] skip og samdi við skipstjórann um far til [[England]]s. Þaðan lá leið hans til [[Danmörk|Danmerkur]] þar sem hann gerðist byssuskytta á herskipum [[Kristján IV|Kristjáns IV]] Danakonungs. Fljótlega lá leið hans norður í [[Hvítahaf]] til [[Svalbarði|Svalbarða]] og árið [[1622]] sigldi hann suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonarhöfða]], til eynnar [[Seylon]] sem nú kallast [[Srí Lanka]]. Síðar dvaldist hann í dönsku virki í dönsku [[nýlenda|nýlendunni]] [[Tranquebar]] á [[Indland]]i. Árið [[1624]] var hann fluttur slasaður til Danmerkur eftir sprengingu í fallbyssu.
 
Tvem árum síðar kom hann til Íslands aftur og var að Bæ á Rauðasandi. Hann kventist Ingibjörgu Ólafsdóttur og fór með henni heim í Álftafjörðin en bjó í þetta skiptið að Tröþ. Þaðan héldu þau hjónin til Vestmannaeyja og þar drukknar Ingibjörg og sonur þeirra deir skommu síðar. Aftur kvænist hann Þorbjörgu Einarsdóttur og eignast sonin Ólaf sem nokkur ætt er frá kominn. Með Þorgjörgu bjó hann að á Uppsölum í Álftafirði og loks til æviloka í Eirardal á nokkurskonar konungsjörð. Á gamals aldri ritaði hann ævisögu sína eða árið [[1661]]. Frásögnin skiptist í tvo meginhluta og greinir sá fyrri frá þeim tíma sem hann eyddi í Danmörku og ferðinni til Svalbarða en hinn síðari lýsir Indlandsferð hans. Þriðja hlutanum bætti sonur Jóns við og greinir hann frá ævi Jóns eftir heimkomuna til Íslands. Í meginatriðum er frásögn Jóns rétt enda hægt að staðfesta hana með mörgum samtímaheimildum. Sums staðar tiltekur hann þó rangt ár eða misminnir persónur og embætti. Hann var gæddur góðri frásagnargáfu og lýsingar hans á mannlífinu í [[Kaupmannahöfn]] og siðum framandi þjóða mjög líflegar.
 
== Tenglar ==