„Pýramídinn mikli í Gísa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: br:Piramidenn vras Gizah Breyti: az:Xeops ehramı
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: yo:Pírámídì Nínlá ti Gísà; kosmetiske ændringer
Lína 9:
Pýramídinn mikli stendur Giza sléttunni, sem er núna í úthverfi [[Kaíró]]-borgar. Hann er 137 m á hæð í dag en var upphaflega 146 m. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú að það vantar toppstykkið ([[gríska]]: pyramidion) efst á hann en einnig hefur hann veðrast í gegnum árin. Hver grunnlína er 233 m, svo flatarmálið er 54,289 m² en rúmmál hans er um 2,5 milljón m³. Pýramídinn er talinn vega um 6 milljón tonn, þótt erfitt sé að gera sér fullkomlega grein fyrir þyngd hans. Mannvirkið er talið byggt úr ca. 2,5 milljón kalksteinblokka en sú steingerð var ekki til í kringum Giza. Því er talið að blokkirnar hafi verið sóttar frá steinnámum meðfram [[Níl]] og síðan siglt með þær upp eftir ánni.
 
Í dag telja fræðimenn að líklega hafi bygging Pýramídans tekið um 14-20 ár, og að vinnuaflið hafi verið frá ca. 30.000 – 50.000 frjálsir vinnumenn á launum en ekki þrælar eins og lengi var talið. Áður fyrr var Pýramídinn klæddur sléttum og slípuðum hvítum kalksteini en í dag er svo til ekkert eftir af þeirri klæðningu. Það er talið að sú klæðning hafi verið svo vel pússuð að pýramídinn hafi glansað í sólarljósi. Einnig hefur hann þá glitrað í tunglskininu, sem hefur eflaust hjálpað mörgum týndum ferðalangnum í [[eyðimörk|eyðimörkinni]]inni. Helsta ástæðan er mikill [[jarðskálfti]] árið [[1301]] e.Kr. og hrundi þá megnið af klæðningunni. Þaðan tíndi fólk upp blokkirnar og notaði í byggingar í kring, sem enn má sjá í dag. Því er það í raun óvarið burðarvirkið sem við sjáum.
 
=== Hæsta bygging heims ===
Pýramídinn mikli var talinn stærsta bygging heims í yfir 40 aldir, það var ekki fyrr en á [[19. öld]] sem honum var ýtt úr fyrsta sætinu. Árið [[1300]] var byggingu turnsins á [[Lincoln Cathedral]] í [[England|Englandi]]i lokið, sem hrifsaði sætið frá Pýramídanum en turninn á kirkjunni var 160 m. En árið [[1549]] hrundi hann vegna veðurs, og endurheimti þá Pýramídinn aftur fyrsta sætið. Síðan þá hafa nokkar byggingar og turnar risið sem hafa verið nokkurn veginn með sömu hæð og Pýramídinn, flestar í kringum 150 m. En það var svo ekki fyrr en [[Eiffelturninn]] reis árið [[1889]] að hann varð ódeilanlega hæsta bygging heims en hann er 300 m.
 
== Verkvit ==
Lína 34:
 
=== Aðrar tilgátur ===
Þar sem hinar opinberu skýringar sagnfræðinga virðast ekki nógu sannfærandi fyrir suma, spretta aðrar tilgátur og tilraunir oft upp. Nýlega varpaði franski [[arkitekt|arkitektinn]]inn [[Jean-Pierre Houdin]] fram þeirri tilgátu að um 70% Pýramídans væri byggður innan frá, með eins konar innri skábraut. Með hjálp tölvutækni gat hann sýnt fram á það þetta væri í raun mögulegt. Einnig voru [[Bandaríkin|bandarískir]] loftaflfræðingar sem létu reyna á tilgátu sína, að hægt væri að nýta vindafl til að bera stóra steina á milli staða, gegn hinni opinberri kenningu að þeir höfðu verið dregnir af mönnum. Með einfaldri svifdrekatækni tókst loftaflfræðingunum að reisa upp 4 tonna þunga [[broddsúlu]] ([[gríska]]: obelisk).
 
== Innviði pýramídans ==
Lína 125:
[[uk:Піраміда Хеопса]]
[[vi:Kim tự tháp Kheops]]
[[yo:Pírámídì Nínlá ti Gísà]]