„Princeton-háskóli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: sr:Универзитет Принстон; kosmetiske ændringer
Lína 8:
Í skólanum eru á fimmta þúsund grunnnemar og um tvö þúsund framhaldsnemar. Starfsmenn skólans er rúmlega ellefu hundruð talsins. Núverandi forseti háskólans er [[Shirley Tilghman]].
 
== Saga skólans ==
Princeton University var stofnaður af hópi [[Kristni|kristinna]] manna og var í fyrstu ætlað að mennta [[Prestur|presta]]. Skólinn tók til starfa í [[Elizabeth (New Jersey)|Elizabeth]] í [[New Jersey]] undir heitinu College of New Jersey og [[Jonathan Dickinson]] var fyrsti forseti skólans. (Lagt var til að skólinn yrði nefndur eftir ríkisstjóranum, [[Jonathan Belcher]], en því var hafnað.) Annar forseti skólans var faðir [[Aaron Burr]]; sá þriðji var [[Jonathan Edwards]]. Árið [[1756]] var skólinn færður til [[Princeton, New Jersey]].
 
Lína 27:
Princeton-háskóli hefur hýst ýmsa fræga fræðimenn, vísindamenn, rithöfunda og stjórnmálamenn, þ.á m. þrjá forseta Bandaríkjanna, [[Woodrow Wilson]], [[Grover Cleveland]] og [[John F. Kennedy]], sem varði haustönn fyrsta árs síns í háskóla við háskólann áður en hann yfirgaf skólann vegna veikinda; síðar hóf hann nám við [[Harvard University]]. [[Paul Robeson]], skemmtikraftur og baráttumaður fyrir borgaralegum réttindum, ólst upp í Princeton og listamenn frá [[Ítalía|Ítalíu]], [[Skotland]]i og [[Írland]]i hafa lagt að mörkum til byggingarsögu bæjarins. Arfleifð þessi, sem spannar alla sögu amerískrar byggingarlistar, er varðveitt í byggingum sem hannaðar voru af arkítektum á borð við [[Benjamin Latrobe]], [[Ralph Adams Cram]], [[McKim, Mead & White]], [[Robert Venturi]] og [[Michael Graves]].
 
== Um Princeton ==
Meðal „Ivy League“-skólanna er Princeton-háskóli almennt talinn einbeita sér mest að grunnnemunum. Princeton býður upp á tvær [[Námsgráða|námsgráður]] í grunnnámi: [[B.A.-gráða|B.A.-gráðuna]] (sem heitir A.B. gráða í Princeton) og [[B.S.-gráða|B.S.-gráðuna]] í [[verkfræði]] (sem heitir B.S.E. gráða í Princeton). Námskeið í hugvísindum eru venjulega annaðhvort málstofur eða vikulegir fyrirlestrar auk umræðutíma, sem nefnast „precept“ (stytting á „preceptorial“). Til að brautskrást verða allir A.B. nemar að ljúka rannsóknarritgerð á síðasta ári og einu eða tveimur viðamiklum sjálfstæðum rannsóknarverkefnum, sem nefnast „junior papers“ eða „JPs“. Þeir verða einnig að fullnægja skilyrði um tveggja anna nám í erlendu máli og ákveðnum kröfum um dreifingu á einingum. B.S.E. nemar uppfylla aðrar kröfur með minni kröfum um dreifingu eininga en yfirleitt þó nokkrum námskeiðum innan raunvísindanna og minnst tveggja anna langt sjálfstætt rannsóknarverkefni.
 
Lína 44:
[[Princeton Review]] útnefndi Princeton-háskóla einn þeirra skóla sem auðveldast væri að hafa efni á í Bandaríkjunum. Skólinn hefur nýtt auð sinn til að laða til sín nemendur með styrkjum og niðurfellingu gjalda og árið [[2001]] hætti skólinn að veita námslán en veitir öllum nemendum styrk í staðinn sem uppfylla skilyrði fyrir slíkt. Þetta skref, sem á sér enga hliðstæðu, fylgdi í kjölfarið á því að byrjað var að efla fjárhagsaðstoð skólans upp úr [[1998]]. Í því fólst meðal annars að: hleypa inn erlendum nemendum óháð fjárhagslegri þörf, rétt eins og bandarískum nemendum; að hætta að taka til greina verðmæti heimilis í útreikningum á því hversu mikið ætlast er til að foreldrar borgi til skólans; draga úr ætluðu framlagi frá nemandanum sjálfum; og draga úr kröfum um að tekjuminni nemendur vinni með námi eða vinni á sumrin. Bæði Princeton Review og US News geta þess að Princeton hafi fæsta skuldsetta brautskráða nemendur. Þar sem nemendur taka ef til vill lán eftir sem áður til að standa straum af ýmsum kostnaði gera skólayfirvöld ráð fyrir að nemendur brautskráist að meðaltali með skuldir upp á 2360 dali. Meðaltal á landsvísu í Bandaríkjunum er um 20.000 dalir. Um 60% þeirra sem munu brautskrást [[2009]] njóta einhvers konar fjárhagsaðstoðar.
 
== Grunnnám ==
Grunnnemar skólans samþykkja að fylgja reglu um heiðarleg vinnubrögð sem nefnist „honor code“. Nemar skrifa undir öll próf sem þeir taka í skólanum með orðunum „I pledge my honor that I have not violated the Honor Code on this examination“ eða „ég heiti og legg að veði heiður minn að ég hafi ekki brotið gegn reglunni um heiðarleg vinnubrögð á þessu prófi“. Einnig er gerð sú krafa til nemenda að þeir greini nefnd sem rekin er af nemendum sjálfum frá öllum grunsemdum um svindl. Vegna þessa kerfis þreyta nemendur oftar en ekki próf án yfirsetu kennara eða annarra starfsmanna skólans. Það er litið alvarlegum augum reynist nemandi sekur um óheiðarleg vinnubrögð og hlýtur hann þunga refsingu, stundum rekinn frá námi. Hvers kyns æfingar utan námskeiða eru utan umdæmis nefndarinnar en oft er þó ætlast til að nemendur skrifi undir og heiti heiðarlegum vinnubrögðum t.d. að þeir hafi ekki gerst sekir um [[ritstuldur|ritstuld]] („This paper represents my own work in accordance with University regulations“ eða „ritgerð þessi er mitt eigið verk í samræmi við reglur háskólans“).
 
Flestir nemendur búa á háskólasvæðinu á heimavistum. Nýnemar og annars árs nemar búa allir á heimavistum, en þriðja og fjórða árs nemar eiga þess kost að búa utan háskólasvæðisins. Fáir velja að gera það vegna þess að leigukostnaður í bænum Princeton er nokkuð hár. (Margir sem búa utan háskólasvæðisins bjuggu í bænum áður en þeir hófu nám í skólanum.) Félagslíf grunnnema á sér að miklu leyti stað í svonefndum „átklúbbum“ sem efribekkingar eiga kost á að gerast félagar í og gegna að ýmsu leyti svipuðu hlutverki og bræðra- og systrafélög á öðrum háskólasvæðum.
 
Samkeppnin um inntöku í skólann er gríðarlega mikil og samkvæmt tímaritinu [[Atlantic Monthly]] er samkeppnin næstmest allra háskóla í Bandaríkjunum á eftir [[Massachusetts Institute of Technology|MIT]]. Um 10% umsækjenda fá inntöku í skólann. Samkvæmt inntökustefnu skólans eru ákvarðanir teknar um umsóknir óháð efnahag nemenda. Einungis er valið eftir verðleikum nemenda burtséð frá því hvort þeir geta staðið straum af skólagjöldunum eða ekki. Ólíkt öðrum háskólum sem gera ráð fyrir að nemendur taki lán til að standa straum af skólagjöldunum borgar Princeton University einfaldlega með þeim nemendum sem hafa ekki efni á skólavistinni. Princeton University var fyrsti háskólinn til þess að taka upp slíka „námslánalausa” stefnu árið [[2001]]. Þrátt fyrir þessa stefnu eru nemendur skólans oft taldir íhaldssamari og hefðbundnari en nemendur margra annarra skóla. Svo virðist sem skólayfirvöld telji orðsporið til vandræða og Princeton haldið uppi strangri stefnu um margbreytileika meðal nemenda.
 
Árið [[1869]] keppti Princeton University við [[Rutgers]] háskóla í fyrsta ruðningsleiknum milli háskóla og tapaði með 4 mörkum gegn 6. Metingur skólans við [[Yale]], sem hefur verið í gangi síðan [[1873]], er næstelstur í amerískum ruðningi. Á undanförnum árum hefur Princeton staðið sig vel í [[körfuknattleikur|körfuknattleik]] karla, lacrosse karla og kvenna og róðri bæði karla og kvenna.
Lína 81:
Í óskarsverðlauna [[Kvikmynd|myndinni]] [[A Beautiful Mind]] gerist eitt atriði á Cannon Green. [[John Nash]] leikur leik við keppinaut sinn í skólanum í miðjum garðinum.
 
=== McCarter Theater ===
[[Mynd:McCarter Theater2.JPG|left|thumb|90px|McCarter Theater.]]
McCarter Theater er mörgum kunnugt sem eitt af bestu leikhúsum landsins.
Lína 102:
Í kvikmyndinni [[Batman Begins]] kemur fram að [[Bruce Wayne]] var nemandi í Princeton, enda þótt hann hafi kosið að klára ekki námið eftir að hann hafði snúið aftur heim (það er fullt starf að vera leðurblökumaðurinn).
 
Kvikmyndin [[A Beautiful Mind]] frá 2001 gerist í Princeton University og í henni eru góðar myndir frá háskólasvæðinu. (Kvikmyndin var byggð á ævisögu [[John Nash|Johns Nash]] sem var prófessor við Princeton.)
 
Kvikmyndin [[I.Q. (kvikmynd)|I.Q.]], með [[Meg Ryan]] og [[Tim Robbins]] í aðalhlutverkum og [[Walter Matthau]] sem [[Albert Einstein]] gerist í Princeton. Atriði þar sem persóna Tims Robbins heldur fyrirlestur er tekið upp í herbergi 302 í Frist Campus Center.
Lína 112:
Sondra Huxtable í [[The Cosby Show]] féll út úr Princeton.
 
== Neðanmálsgreinar ==
{{reflist}}
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Princeton University | mánuðurskoðað = 24. mars | árskoðað = 2006}}
* Rhinehart, Raymond, P., ''Princeton University: An Architectural Tour'' (New York: Princeton Architectural Press, 1999).
 
== Myndasafn ==
<gallery>
Mynd:Princeton University old rusty.jpg|Old Rusty (útilistaverk)
Lína 214:
[[sk:Princetonská univerzita]]
[[sl:Univerza Princeton]]
[[sr:Универзитет Принстон]]
[[sr:Принстон универзитет]]
[[sv:Princeton University]]
[[sw:Chuo kikuu cha Princeton]]