Munur á milli breytinga „Massi“

45 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
m
robot Bæti við: fiu-vro:Mass (füüsiga); kosmetiske ændringer
m (robot Bæti við: hak:Tsṳt-liông)
m (robot Bæti við: fiu-vro:Mass (füüsiga); kosmetiske ændringer)
'''Massi''' er eitt af grunnhugtökum [[eðlisfræði]]nnar og gefur til kynna hve mikið [[efni]]smagn tiltekið fyrirbæri hefur að geyma. Í [[klassísk eðlisfræði|sígildri eðlisfræði]] er massi efniseginleiki óháður tregðukerfum (ólíkt [[þyngd]]) og byggist massahugtakið aðallega á verkum [[Isaac Newton]]s. Í nútímaeðlisfræði veitir [[afstæðiskenningin]] aðra sýn á massa og er mikilvæg viðbót við [[lögmál Newtons]]. [[SI|SI-grunnmælieining]] massa er [[kílógramm]].
 
== Formleg skilgreining ==
 
Samkvæmt sígildri eðlisfræði Newtons er almennt greint á milli tveggja tegunda massa, en þá má svo greina í undirflokka:<ref name=Rindler2>
Í dag er litið á massa sem grunnstærð innan eðlisfræðinnar, þ.e. massi er ekki stærð sem leidd er af öðrum stærðum. Eitt kílógramm er viðmiðunarmassa, nánar tiltekið massi ákveðins málmstykkis sem varðveitt er í [[París]]. Unnt er að mæla massa hlutar án þess að taka tillit til nokkurra annarra eðlisfræðilegra stærða, ef málmstykkið góða er haft til viðmiðunar og notað sem grunneining mælikerfis.
 
== Tregðumassi ==
 
Tregðumassi segir til um hve mikinn kraft þarf til að breyta hraða hlutar, þ.e. gefa honum [[hröðun]] (jákvæða eða neikvæða). Samkvæmt öðru [[lögmál Newtons|lögmáli Newtons]] hefur hlutur massa, ef hann uppfyllir eftirfarandi jöfnu:
Hér sést að eftir því sem sem hröðun hlutar er meiri, því meiri kraft þarf til að valda þessari hröðun þegar massi hlutarins helst sá sami. Þá má einnig segja, að ef gefa á tveimur hlutum með ólíkan massa jafnmikla hröðun, þarf meiri kraft til að hraða þeim hlut sem hefur meiri massa. Við höfum því sýnt fram á sannindi fullyrðingarinnar um tregðumassa í upphafi þessarar efnisgreinar.
 
== Þyngdarmassi ==
 
[[Þyngdarlögmálið|Þyngdarlögmál]] [[Newton]]s leggur grunninn að notkun hugtaksins „þyngdarmassi“. Lögmálið er svohljóðandi:
Þriðja lögmál Newtons lýsir því yfir að allir kraftar eigi sér gagnstæðan kraft (actio-reactio). Aðdráttarkraftur hlutar „a“ á sér einmitt gagnstæðan kraft í aðdráttarkrafti hlutar „b“; hlutirnir tveir toga því nákvæmlega jafnt hvor í annan, aðeins í gagnstæðar áttir.
 
== Jafngildi þyngdar- og tregðumassa ==
 
Tregðumassi og þyngdarmassi eru í raun sami hluturinn. M.a. má sýna fram á þetta með því að taka til athugunar hluti í frjálsu falli, líkt og [[Galileo Galilei]] gerði á sínum tíma. Hann sýndi fyrstur manna fram á að allir hlutir falla jafnhratt til jarðar, séu núningskraftar andrúmsloftsins ekki teknir með í reikninginn (þessar athuganir gerði hann reyndar ekki úr Skakka turninum í Pisa eins og oft er haldið fram).
Hér má sjá hvernig hlutfall þyngdar- og tregðumassa er fasti (hér táknaður með „K“) þá og því aðeins að allir hlutir í frjálsu falli hafi þyngdarhröðunina „g“. Með þyngdarhröðun jarðar sem fasta og athuganir Galileo að vopni, sést að K er í raun fasti eins og við héldum fram. Þyngdarmassi og tregðumassi eru því jafngildir.
 
== Massi og nútímaeðlisfræði ==
 
Albert Einstein sýndi árið 1905 fram á að massi og orka séu í raun jafngildir hlutir. Ekki verður sú útleiðsla hans útskýrð hér, heldur hinni frægu jöfnu sem lýsir þessu sambandi aðeins kastað fram:
* [[Þyngd]]
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Heimildir ==
 
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Mass | mánuðurskoðað = 28. mars | árskoðað = 2006}}
* {{wpheimild | tungumál = De | titill = Masse (Physik) | mánuðurskoðað = 28. mars | árskoðað = 2006}}
* Paul A. Tipler: ''Physik for Scientists and Engineers, Third Edition, Extended Version''. (New York: Worth Publishers Inc., 1991).
 
{{Gæðagrein}}
[[fa:جرم (فیزیک)]]
[[fi:Massa]]
[[fiu-vro:Mass (füüsiga)]]
[[fr:Masse]]
[[gan:質量]]
58.124

breytingar