„Síðu-Hallur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Yngvadottir (spjall | framlög)
m dís
Lína 1:
'''Síðu-Hallur Þorsteinsson''' var íslenskur [[goðorðsmaður]] og höfðingi á [[10. öld]] og einn helsti leiðtogi kristinna manna á [[Alþingi]] við [[kristnitakan á Íslandi|kristnitökuna]]. Hann bjó á [[Hof í Álftafirði|Hofi]] í [[Álftafjörður|Álftafirði]] og síðar á [[Þvottá]].
 
Faðir Halls var Þorsteinn Böðvarsson, sonur [[Böðvar hvíti Þorleifsson|Böðvars hvíta Þorleifssonar]], landnámsmanns á Hofi í Álftafirði. Í móðurætt var hann kominn af [[Hrollaugur Rögnvaldsson|Hrollaugi Rögnvaldssyni]] landnámsmanni, syni Rögnvaldar Mærajarls. Hallur bjó fyrst á föðurleifð sinni, Hofi, en flutti þaðan eftir að Þiðrandi, elsti sonur hans, var drepinn þar af dökkum [[Dís (vættur)|dísum]] og segir frá því í ''[[Þiðranda þáttur og Þórhalls|Þiðranda þætti og Þórhalls]]''.
 
[[Ólafur Tryggvason]] Noregskonungur sendi [[Þangbrandur|Þangbrand]] til Íslands til að kristna landsmenn og kom hann skipi sínu í Berufjörð. Bræður sem bjuggu á Berunesi bönnuðu mönnum að eiga samskipti við hann en þegar Síðu-Hallur frétti af því bauð hann Þangbrandi og mönnum hans til sin að Þvottá. Hallur tók kristna trú og var skírður ásamt öllu sínu fólki. Hann lagði síðan Þangbrandi lið við trúboð hans og tóku margir trú. Á Alþingi árið [[1000]] (eða [[999]]) voru fjölmennir flokkar kristinna manna og heiðinna og var [[Þorgeir Ljósvetningagoði]] helsti leiðtogi hinna heiðnu en Síðu-Hallur fór fyrir þeim kristnu ásamt [[Gissur hvíti Teitsson|Gissuri hvíta]] og [[Hjalti Skeggjason|Hjalta Skeggjasyni]]. Þangbrandur var þá farinn aftur úr landi. Urðu harðar deilur og kristnir menn og heiðnir sögðu sig úr lögum hvorir við aðra. Þá sömdu þeir Síðu-Hallur og Þorgeir um að Þorgeir skyldi segja upp lög fyrir báða og lagðist Þorgeir undir feld og lá þar lengi, en þegar hann kom undan feldinum gekk hann til [[Lögberg]]s og kvað upp úr með að allir menn skyldu skírast og taka kristna trú.