„Skólavörðuholt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Reykjavík16.jpg|thumb|right|Ljósmynd tekin upp Skólavörðustíg 1974 með Hallgrímskirkju og styttu Leifs Eiríkssonar fyrir miðri mynd.]]
'''Skólavörðuholt''' er [[hæð]] austan við [[Tjörnin]]a í [[Reykjavík]]. Efst á Skólavörðuholti er [[Hallgrímskirkja (Reykjavík)|Hallgrímskirkja]], helsta kennileiti borgarinnar, og stytta af [[Leifur Eiríksson|Leifi Eiríkssyni]] sem [[BNA|Bandaríkjamenn]] gáfu Íslendingum í tilefni af [[Alþingishátíðin]]ni 1930. Hæðin hét áður Arnarhólsholt þar sem hún er fyrir ofan [[Arnarhóll|Arnarhól]] og var stórgrýttur melur með [[jökulurð]] og gott [[ber]]jaland áður en þar var byggt. Vesturhlíð hæðarinnar er kölluð [[Þingholt]] eftir bæ sem þar stóð áður fyrr. Núverandi nafn sitt fékk holtið eftir að [[Skólavarðan (Reykjavík)|Skólavarðan]] var reist þar 1793. [[Skólavörðustígur]] liggur upp á holtið frá [[Laugarvegur|Laugarvegi]].
 
== Tengt efni ==
* [[Stenkudys]]
 
{{stubbur}}