„Morðin á Sjöundá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Knívur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Morðin á Sjöundá''' voru tvö morð framinn [[1802]] þegar karl og kona voru [[morð|myrt]] á bænum [[Sjöundá]] á [[Rauðasandur|Rauðasandi]]. [[Bjarni Bjarnason]] og ''Guðrún Egilsdóttir'' bjuggu þá á hálfri jörðinni en á móti þeim ''Jón Þorgrímsson'' og [[Steinunn Sveinsdóttir|Steinunn Sveinsdóttir]].
 
Í [[apríl]] hvarf Jón og var talið að hann hefði hrapað fyrir [[björg]], en þegar Guðrún andaðist snögglega í [[júní]] komst kvittur á kreik um að dauðsföllin hefðu vart verið eðlileg. Ennfremur gekk sú saga um sveitina að þau Bjarni og Steinunn væru farin að draga sig saman. Hreppstjóranum var falið að rannsaka málið og skömmu síðar, síðla í [[september]], fannst líkið af JónJóni og voru á því áverkar sem virtust af mannavöldum. Við [[réttarhöld]]in játuðu Steinunn og Bjarni að hafa myrt maka sína. Voru málsatvik þau að Bjarni drap Jón með staf og vissi Steinunn af því, en Guðrúnu fyrirkomu þau í sameiningu.
 
Glæpahjúin voru dæmd til [[pyntingar|pyntinga]] og [[líflát]]s og að því búnu flutt til [[Reykjavík]]ur og höfð í gæslu í [[tukthús]]inu á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] á meðan málið fór fyrir [[Landsyfirréttur|Landsyfirrétt]] og síðan [[konungur|konung]] eins og aðrir dauðadómar.