„Seðlabanki Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
 
Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið [[1961]], en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði [[Landsbanki Íslands]] haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.
 
== Hlutdeild í hruninu ==
{{aðalgrein|Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009}}
Á árinu 2008 féll íslenska krónan jafnt og þétt og náði sú þróun hámarki í [[bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]] um haustið. Seðlabanki Íslands bar hér nokkra ábyrgð en frá og með 2001 hafði [[Fjármálaeftirlitið]] verið aðskilið frá bankanum til að auðvelda verkskiptingu. Þar með fækkaði lögbundnum skyldum bankans til eftirlits. Eftir sem áður var það hlutverk Seðlabankans að vera „banki bankanna” en lítill gjaldeyrisvarasjóður dró mjög úr trúverðugleika hans sem slíks.
 
[[Davíð Oddsson]], sem einn þriggja bankastjóra seðlabankans, var víða gagnrýndur fyrir örlagaríkar ákvarðanir og var neyddur til þess að segja af sér árið 2009. [[Ríkisendurskoðun]] gagnrýndi útlánastefnu bankans gagnvart fjármálafyrirtækjum vegna lítilla eða engra krafna um tryggð veð. Afsrkifa þurfti um 170 milljarða íslenskra króna vegna þessa.<ref>{{vefheimild|url=http://www.rikisendurskodun.is/files/skyrslur_2009/Endurskodun_rikisreiknings_2008.pdf|titill=Endurskoðun Ríkisreiknings 2008|ár=2009|mánuður=desember|snið=pdf}}</ref>
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Tenglar ==