„Ólafur Tryggvason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Knívur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Svolder, by Otto Sinding.jpg|thumb|right|Ormurinn langi í Svoldarorrustu árið 1000.]]
'''Ólafur Tryggvason''' ([[963]] - [[9. september]] [[1000]]) var konungur [[Noregur|Noregs]] frá [[995]]. Ólafur tók við af [[Hákon Sigurðarson Hlaðajarl|Hákoni jarli]]. Hann vann ötullega að útbreiðslu kristni, m.a. í [[Noregur|Noregi]], á [[Ísland]]i og [[Grænland]]i.
 
Ólafur var sonur Tryggva Ólafssonar, sem var undirkonungur í [[Víkin (Noregi)|Víkinni]] og sonur Ólafs Geirsstaðaálfs, sem var einn af mörgum sonum [[Haraldur hárfagri|Haraldar hárfagra]]. Haraldur gráfeldur lét drepa Tryggva og samkvæmt því sem [[Snorri Sturluson]] segir í [[Heimskringla|Heimskringlu]] fæddist Ólafur rétt eftir að faðir hans var drepinn. [[Ástríður Eiríksdóttir]] móðir hans flúði með hann til [[Svíþjóð]]ar en þegar Ólafur var þriggja ára ætlaði hún með hann til Sigurðar bróður síns í [[Garðaríki]]. Á siglingunni yfir [[Eystrasalt]] voru þau hertekin af [[Eistland|eistneskum]] víkingum og hneppt í [[þrælkun|þrældóm]] hvort í sínu lagi. Ólafur gekk kaupum og sölum, hafnaði hjá manni sem hét Réas og var þar í sex ár og átti gott atlæti. Þá kom Sigurður móðurbróðir hans, bar kennsl á hann, keypti hann og tók með sér til Garðaríkis, þar sem hann ólst upp.