„Ormsbók Snorra-Eddu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ormsbók Snorra-Eddu''' (''Codex Wormianus'') er eitt af fjórum aðalhandritumaðal[[handrit]]um [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]]. Hún er varðveitt á „[[Det Arnemagnæanske Institut]]“ í [[Danmörk|Danmörku]] og hefur þar skráningarnúmerið AM 242 fol.
 
Um uppruna Ormsbókar er ekki vitað, en eigendasaga hennar á [[17. öld]] er þó nokkuð vel skráð. [[Árni Magnússon]] fékk handritið frá danska biskupnum [[Christian Worm]] árið [[1706]], en sá hafði fengið það frá afa sínum, fornfræðingnum og lækninum [[Ole Worm]] (1588-1654), en við hann er handritið kennt. Ole Worm fékk handritið frá [[Arngrímur Jónsson lærði|Arngrími Jónssyni lærða]] (1568-1648) árið [[1628]], og Arngrímur hefur líklega fengið það frá [[Guðbrandur Þorláksson biskup|Guðbrandi Þorlákssyni biskupi]] (1542-1627), en á síðu 147 í handritinu má sjá fangamark hans. Ekki er vitað með fullri vissu hvaðan Guðbrandur fékk handritið, en líklega hefur hann erft það frá móðurafa sínum, Jóni Sigmundssyni.