„Möðruvellir (Hörgárdal)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Möðruvallarkirkja í Hörgárdal2.jpg|thumb|Möðruvallakirkja]]
'''Möðruvellir í Hörgárdal''' er [[bær]] og [[kirkjustaður]] í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]] í [[Arnarneshreppur|Arnarneshreppi]] við [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Möðruvellir hafa verið í byggð allt frá landnámsöld og er víða getið í fornsögum, þó helst Sturlungu. Möðruvellir tengjast mjög sögu Íslands og Danmerkur á margvíslegan hátt. Þar var lengi vel eitt helsta [[höfuðból]] [[Ísland]]s og þar var rekinn [[Möðruvallaskóli]]. [[Möðruvallaklaustur]] var stofnað þar árið [[1296]]. Þar hafa margir embættismenn á vegum [[Danakonunga]] búið og meðal annarra fæddist [[Hannes Hafstein]], fyrsti [[ráðherra]] Íslands, þar árið [[1861]].
 
 
==Kirkjusaga==
Lína 14 ⟶ 15:
 
==Stjórnmálasaga==
 
Möðruvellir tengjast stjórnmálasögu landsins í margar aldir. Fyrst bjuggu þar voldugir höfðingjar. Síðan var klaustrið mjög voldugt þar sem það átti gríðarlegar jarðeignir. Eftir að klaustrið var lagt niður tók við tími klausturhaldara, sem voru umsjónarmenn Danakonungs með eignum hans og þar með fulltrúar yfirvaldsins.
 
Lína 19 ⟶ 21:
 
==Skólasaga==
 
Árið 1880 var stofnaður [[Gagnfræðaskóli|gagnfræðaskóli]] á Möðruvöllum, sem var undanfari [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólans á Akureyri]] og eru afmæli M.A. miðuð við stofnun Möðruvallaskóla. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum margir merkismenn sem unnu mikilvægt brautryðjendastarf í skólamálum og á sviði náttúruvísinda.
 
Lína 24 ⟶ 27:
 
==Náttúrufræðisaga==
 
Á tímum Möðruvallakóla störfuðu þar merkir náttúrufræðingar, m.a. Þorvaldur Thoroddsen sem efnaði þar í fyrstu Íslandslýsinguna, Stefán Stefánsson, sem skrifaði þar fyrstu Flóru Íslands og Ólafur Davíðsson, náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari. Hinn þjóðkunni alfræðingur og náttúrufræðingur, Steindór Steindórsson fæddist á Möðrvöllum 1902 en móðir hans starfaði þar sem ráðskona. Enn í dag er á Möðruvöllum unnið að náttúrufræðirannsóknum á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sem hefur síðan 1974 rekið þar tilraunstöð sem áður var til húsa á Akureyri.
 
Lína 29 ⟶ 33:
 
==Bókmenntasaga==
 
Möðruvellir tengjast bókmenntasögu Íslendinga á einstæðan hátt. Hér hafa bæði búið sum af ástsælustu skáldum þjóðarinnar og önnur tengst staðnum með óbeinum hætti. Fyrstan skal nefna Bjarna Thorarensen amtmann, sem lifir í hugum þjóðarinnar fyrst og fremst fyrir ljóð sín. Hannes Hafstein skáld og ráðherra er fæddur á Möðruvöllum og um svipað leyti sleit þar barnsskónum Jón Sveinsson (Nonni), sem enn dregur að marga Þjóðverja á hverju sumri. Jónas Hallgrímsson ólst upp í nágrenninu og móðir hans var búsett á Möðruvöllum í tíð Bjarna Thorarensens. Jón á Bægisá bjó ekki alls fjarri og auk þess ólst Skáld-Rósa upp í nágrenninu og orti eitt þekktasta ástarkvæði sem ort hefur verið á íslenska tungu til Páls Melsteð amtmannsskrifara á Möðruvöllum.
 
Lína 34 ⟶ 39:
 
Brunasaga Möðruvalla er landsfræg. Vitað er um klausturbyggingu þó ummerki hennar séu nú hvergi sjáanleg, en fræg er sagan af
klausturbrunanum 1316 er munkarnir áttu að hafa komið ölvaðir úr Gásakaupstað og farið óvarlega með eld. [[Davíð Stefánsson]] frá Fagraskógi gerði sér þetta að yrkisefni í leikritinu “Munkarnir á Möðruvöllum”. Árið 1712 brunnu til grunna öll hús staðarins nema kirkjan. Amtmannsstofan brann árið 1826 og var þá Baldvin Einarsson, nær brunninn inni. Þá var byggt amtmannssetur úr dönskum tígulsteini sem var gjöf Friðriks IV. Danakonungs og var húsið því nefnt Friðriksgáfa en það brann síðan 1874 og lagðist þá amtmannssetur af á Möðruvöllum. Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið 1865 brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað Arngrímur Gíslason listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið 1902.
 
Leikhúsið, sem einnig var byggt á tímum Möðruvallaskóla sem leikfimihús og pakkhús, slapp við brunann og stendur að hluta til enn. Eftir brunann keypti Stefán Stefánsson skólameistari múrsteininn og notaði í fjósbyggingu sem enn er uppistandandi, svonefnt Stefánsfjós. En ekki er brunasögu staðarins lokið, því 1937 brennur á Nunnuhóli, koti ofarlega í Möðruvallatúni og síðar sama ár brann íbúðarhús staðarins.
 
==Sjálfseignarfélag um Amtmannsetrið á Möðruvöllum==
 
Sjálfseignastofnunin Amtmannssetrið á Möðruvöllum var sett á fót 1. mars 2006. Megin tilgangurinn að endurreisa merkar byggingar á Möðruvöllum í Hörgárdal og að koma á framfæri sögu staðarins á lifandi hátt með því að skapa aðlaðandi og frjótt umhverfi fyrir skóla, námsfólk og ferðamenn sem áhuga hafa á stjórnmála-, menningar- og kirkjusögu, náttúruvísindum og landbúnaði.
 
Lína 47 ⟶ 53:
Uppbyggingunni er skipt upp í fjóra vel afmarkaða áfanga sem hver getur staðið sjálfstætt rekstrarlega. Starfsemi getur hafist um leið og fyrsta áfanga uppbyggingarinnar er lokið sem er endurreisn Leikhússins.
 
Framkvæmdastjóri Amtmannsetursins er Þóroddur Sveinsson á Möðruvöllum
 
==Heimild==
* {{vefheimild|url=http://www.nat.is/travelguideeng/plofin_modruvellir.htm|titill=Modruvellir|mánuðurskoðað=12. desember|árskoðað=2005}}
 
==Nokkrar heimildir um sögu Möðruvalla==
 
'''Aðalsteinn Már Þorsteinsson''', '''Kristján Pétur Guðmundsson''' og '''Örvar
Erlendsson''' 1995. Möðruvellir í Hörgárdal. Menning og menntun. Greinargerð fyrir