„Möðruvellir (Hörgárdal)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Dagvidur (spjall | framlög)
m Tenglar lagaðir
Lína 3:
 
==Kirkjusaga==
Árið 1296 var stofnað á Möðruvöllum munkaklaustur af [[Ágústínusarregla|Ágústínusarreglu]], sem stóð með nokkrum hléum til siðaskipta. Kirkja mun hafa verið á Möðruvöllum frá því á söguöld, og líklega staðið á sama stað allan tímann. Kirkjan er oft kennd við klaustrið, en staðurinn var eðlilega nefndur [[Möðruvallaklaustur]] og kirkjan Möðruvallaklausturskirkja.
 
Kirkja sú sem nú stendur á Möðruvöllum var reist á árunum 1865-1867 eftir kirkjubrunann 1865 og var hún þá stærsta timburkirkja landsins. Í kirkjunni er margt fagurra muna sem henni hafa verið gefnir.
 
Kirkjugarðurinn afmarkast af snyrtilegum grjótgarði að sunnan og norðan, en timburgirðingu að austan og vestan. Að framanverðu er yfirbyggt sáluhlið sem setur mikinn svip á staðinn og í það er skorið og málað 7. vers úr 2. [[Passíusálmarnir |passíusálmi]].
 
Í garðinum hvíla margir þjóðkunnir menn, sem setið hafa staðinn eða búið í sveitinni. Má nefna að í suðaustri frá kirkjunni er elsti legsteinninn, en undir honum hvílir síðasti klausturhaldarinn, Lárus Hansson Scheving og kona hans en hann lést árið 1722. Þarna eru einnig leiði þriggja [[Amtmaður|amtmanna]], þeirra Stefáns Thorarensen (d. 1823), [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]] skálds (d. 1841) og Péturs Hafstein (d. 1875). Norðvestur af kirkjunni er leiði Gríms Jónssonar amtmanns (d. 1849) og norðanvið kirkjuna er [[Ólafur Davíðsson]] náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari (d. 1903) grafinn ásamt foreldrum sínum. [[Davíð Stefánsson]] skáld frá Fagraskógi (d. 1964) hvílir við hlið foreldra sinna í norðaustri frá kirkjunni og við austurgafl kirkjunnar er kirkjusmiðurinn Þorsteinn Daníelsson frá Skipalóni (d. 1882) jarðsettur. Fyrir kirkjudyrum, lítið eitt norðanvið gangveginn er legsteinn séra Jóns Jónssonar lærða (d. 1846) merks prests sem kenndur var við Möðrufell en endaði prestþjónustu sína á Möðruvöllum. Nýr kirkjugarður var tekinn í notkun árið 1951 og er hann suður af gamla kirkjugarðinum.
Davíðsson náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari (d. 1903) grafinn ásamt foreldrum sínum. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (d. 1964) hvílir við hlið foreldra sinna í norðaustri frá kirkjunni og við austurgafl kirkjunnar er kirkjusmiðurinn Þorsteinn Daníelsson frá Skipalóni (d. 1882) jarðsettur. Fyrir kirkjudyrum, lítið eitt norðanvið gangveginn er legsteinn séra Jóns
Jónssonar lærða (d. 1846) merks prests sem kenndur var við Möðrufell en endaði prestþjónustu sína á Möðruvöllum. Nýr kirkjugarður var tekinn í notkun árið 1951 og er hann suður af gamla kirkjugarðinum.
 
==Stjórnmálasaga==
Lína 35 ⟶ 33:
 
Brunasaga Möðruvalla er landsfræg. Vitað er um klausturbyggingu þó ummerki hennar séu nú hvergi sjáanleg, en fræg er sagan af
klausturbrunanum 1316 er munkarnir áttu að hafa komið ölvaðir úr Gásakaupstað og farið óvarlega með eld. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi gerði sér þetta að yrkisefni í leikritinu “Munkarnir á Möðruvöllum”. Árið 1712 brunnu til grunna öll hús staðarins nema kirkjan. Amtmannsstofan brann árið 1826 og var þá Baldvin Einarsson, nær brunninn inni. Þá var byggt amtmannssetur úr dönskum tígulsteini sem var gjöf Friðriks IV. Danakonungs og var húsið því nefnt Friðriksgáfa en það brann síðan 1874 og lagðist þá amtmannssetur af á Möðruvöllum. Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið 1865 brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað Arngrímur Gíslason listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið 1902.
byggt amtmannssetur úr dönskum tígulsteini sem var gjöf Friðriks IV. Danakonungs og var húsið því nefnt Friðriksgáfa en það brann síðan 1874 og lagðist þá amtmannssetur af á Möðruvöllum. Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið 1865 brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað Arngrímur Gíslason listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið 1902.
 
Leikhúsið, sem einnig var byggt á tímum Möðruvallaskóla sem leikfimihús og pakkhús, slapp við brunann og stendur að hluta til enn. Eftir brunann keypti Stefán Stefánsson skólameistari múrsteininn og notaði í fjósbyggingu sem enn er uppistandandi, svonefnt Stefánsfjós. En ekki er brunasögu staðarins lokið, því 1937 brennur á Nunnuhóli, koti ofarlega í Möðruvallatúni og síðar sama ár brann íbúðarhús staðarins.