„Íslenska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 20:
Íslenskt ritmál hefur lítið breyst síðan á [[11. öld]] með þeim afleiðingum að [[Íslendingar]] geta enn í dag – með erfiðismunum – lesið forn rit á borð við [[Landnáma|Landnámu]], [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]] og [[Íslendingasögur]]nar. Samræmd stafsetning, og þó einkum nútímastafsetning, auðveldar lesturinn þó mikið, auk þess sem orðaforði þessara rita er heldur takmarkaður. Meiri breytingar hafa orðið á framburði, svo miklar að [[Íslendingar|Íslendingur]] [[20. öldin|20. aldar]] myndi trúlega eiga í nokkrum erfiðleikum með að skilja Íslending [[13. öldin|13. aldar]], gætu þeir talað saman.
 
Helstu breytingar á málinu ná því til orðaforða og framburðar, en minni breytingar hafa orðið á [[málfræði]]. (Sjá nánar í [[Íslenska#Saga|sögu íslenskunnar]]).
 
Ýmsar ástæður eru fyrir því hversu vel málið hefur varðveist. Hefðbundna skýringin er auðvitað einangrun landsins, en líklega hefur fullmikið verið gert úr því og er sú skýring ein tæpast fullnægjandi. Önnur ástæða sem oft er nefnd er sú að málið hafi varðveist í skinnhandritunum, hvort sem var um afþreyingarbókmenntir að ræða eða fræði. Handritin hafi verið lesin og innihald þeirra flutt fyrir þá sem ekki voru læsir, þannig hafi mál þeirra varðveist og orðaforði handritanna haldist í málinu. Enn fremur hafi lærðir Íslendingar skrifað að miklu leyti á móðurmálinu, allt frá því að [[Ari fróði Þorgilsson|Ari fróði]] og [[Fyrsti málfræðingurinn]] skráðu sín rit, þess vegna hafi [[latína|latínuáhrif]] orðið minni en víða annars staðar. Kirkjunnar menn á Íslandi voru líka fljótir að tileinka sér aðferðir [[Marteinn Lúther|Marteins Lúthers]] og [[Biblían]] var snemma þýdd á íslensku. Biblíur og önnur trúarrit voru því snemma til á íslensku á helstu fræðasetrum landsins og prestar boðuðu Guðs orð á íslensku. Þessa kenningu má helst styðja með því að bera okkur saman við þjóðir sem ekki áttu Biblíu á eigin tungu, t.d. Norðmenn, en þeir notuðust við danska Biblíu.