„Vestmannaeyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Spm (spjall | framlög)
→‎Samgöngur: slóð var tvisvar
Lína 146:
Farþegaskipið Herjólfur siglir oftast tvær ferðir á dag, og getur skipið borið 500 farþega og um 40 fólksbíla. Ennfremur eru tvö flugfélög sem stunda ferðir til og frá Vestmannaeyja; Flugfélag Vestmannaeyja sem flýgur á [[Bakki|Bakka]], [[Selfoss]], [[Hella|Hellu]], og víðar eftir samkomulagi. Flugfélagið Landsflug heldur uppi áætlunarflugi milli [[Reykjavík]]ur og Vestmannaeyja daglega.
 
Á Heimaey eru 66 götur innan bæjarmarkanna, og nokkrar utan þeirra. Lengsta gatan heitir Vestmannabraut, en hún hét áður Breiðholtsvegur. Flestir íbúar búa við Áshamar, 301 alls. Næstflestir búa við Foldahraun, 267 og síðan kemur Illugagata með 227. Það eru sex götur með enga skráða íbúa, Græðisbraut, Hafnargata, Hlíðarvegur, Skildingavegur, Tangagata og Ægisgata. Eingöngu tveir íbúar eru skráðir við Austurgerði, Njarðarstíg og Ofanleitisveg. Í götuheitum í Vestmannaeyjum er að finna öll íslensk heiti yfir götu eða veg. Orðin eru eru ''vegur'', ''stígur'', ''slóð'', ''gata'', ''braut'', ''slóð'', ''stræti'' og ''traðir''.
 
Í eldgosinu [[1973]] fóru 11 götur innanbæjar ýmist að öllu eða einhverju leiti undir hraun: Austurvegur, Bakkastígur, Formannabraut, Heimagata, Krikjuvegur, Landagata, Njarðarstígur, Sjómannasund, Strandvegur, Urðarvegur og Víðisvegur.