„Dictionary of the Older Scottish Tongue“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
* 1985–2001: Henry D. Watson.
* 1988–2001: Margaret G. Dareau.
Um 1981 lá við að orðabókin strandaði enn vegna fjárhagserfiðleika, en [[Alexander Fenton]] yfirmaður þjóðháttadeildar Skoska þjóðminjasafnsins í [[Edinborg]] gekkst þá fyrir því að stofnuð voru samtök hollvina orðabókarinnar, sem tryggðu að henni yrði lokið. Það tókst í desember 2000, þegar því síðasta var skilað í prentsmiðju, og kom 12. bindið út 2002. Í útgáfustarfinu var yfirleitt sleppt orðum sem eru sem næst eins í ensku og skosku. Hins vegar innleiddi Margaret G. Dareau það sjónarmið í orðabókarvinnuna að einnig þurfi að taka tillit til þess hvort orðin voru notuð á annan hátt í skosku málsamfélagi.
 
Árið 2004 tók hópur fólks á vegum [[Háskólinn í Dundee|Háskólans í Dundee]] að sér að tölvuskrá texta allra 12 bindanna og er hann nú aðgengilegur á netinu undir nafninu [[Dictionary of the Scots Language]].