„Bankahrunið á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 65:
Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur gefið þá skýringu á falli bankans, að sumarið 2008 hafi [[skuldatryggingarálag]] bankans hækkað þrátt fyrir góða stöðu hans, eins og [[fjármálaeftirlit Bretlands]] hafi staðfest í skýrslu sinni um [[Kaupthing Singer & Friedlander]]. Hann segir rógburði hafi verið dreift um bankann erlendis til þess að hafa áhrif á gengi bankans. Jafnvel að almannatenglar hafi verið ráðnir til þessa.<ref>[http://www.mbl.is/media/00/1200.pdf Opið bréf Sigurðar Einarssonar stílað á vini & vandamenn], 26. janúar 2009</ref> Hann hefur einnig sagt að [[íslenska krónan]] hafi verið of óstöðugur gjaldmiðill fyrir banka af þessari stærðargráðu, að þjóðnýting Glitnis hafi verið mistök og setning [[neyðarlögin|neyðarlaganna]] sömuleiðis. Loks telur hann að Kaupþing hefði átt að ljúka yfirtökunni á hollenska bankanum [[NIBC]] þegar það stóð til fyrr á árinu og flytja höfuðstöðvarnar frá Íslandi og þangað.<ref>[http://www.visir.is/article/20081108/VIDSKIPTI06/779627410 Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi]</ref>
 
Þetta kvöld sagði [[Sigríður Ingibjörg Ingadóttir]] sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands. Með því vildi hún axla ábyrgð sína á hruninu.<ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4008516 Segir sig úr Seðlabankaráði]</ref> Daginn eftir fór Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra seðlabankans í veikindafrí. Trúverðugleiki Íslands og íslenskra fyrirtækja var í lágmarki og næstu daga bárust fréttir af erfiðleikum venjulegra borgara, bílaeigenda sem höfðu tekið bílalán í erlendri mynt og stóðu nú frammi fyrir margföldum höfuðstól og inn- og útflutningsfyrirtækjum sem ekki gátu stundað venjuleg viðskipti.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/10/borgad_fyrir_ad_yfirtaka_lan/ Borgað fyrir að yfirtaka lán]</ref><ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4008510 Viðskipti fyrirtækja við útlönd liggja niðri]</ref> Þrýstingur tók að myndast á stjórn seðlabankans að segja af sér og var krafa Samfylkingarinnar um það opinber. Geir Haarde, sem hafði verið náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar, vildi hins vegar ekki „persónugera vandann“.<ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4008726 Vilja að stjórn Seðlabanka víkji sem fyrst]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], hagfræðiprófessor, hvatti ríkisstjórnina til að víkja stjórn seðlabankans.<ref>[http://visir.is/article/20081016/SKODANIR04/350689856/-1 Saklausir vegfarendur]</ref>
 
== Tilvísanir ==