„Stofnfruma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Oddurv (spjall | framlög)
m Dollý var ekki klónuð stofnfrumu
Lína 15:
 
== Rannsóknir ==
Tilgangur með stofnfrumurannsóknum er ekki að [[klónun|einrækta]] lífverur þó það hafi verið gert. Eitt frægasta dæmið um einræktun er kindin [[Dollý]] sem sýndi fram á að hægt væri að endurforrita kjarna fullorðinna fruma þannig að þeir geta myndað allar frumur líkamans.
 
Rannsóknir á stofnfrumum hvort sem er um að ræða úr fósturvísi eða fullvaxta dýrum eða mönnum er uppspretta af verðmætum upplýsingum um sérhæfingu fruma og hefur gífurlega möguleika hvað varðar læknavísindin. Hæfileiki þeirra til að endurnýja sig felur í sér mikla möguleika á nýjum meðferðarúrræðum gegn ýmsum sjúkdómum og sködduðum líffærum eins og [[sykursyki]], [[hjartasjúkdómum]], [[parkison]] o.s.frv. Fullorðnar stofnfrumur úr beinmerg hafa lengi verið notaðar sem uppspretta fyrir ónæmisvarnarfrumur fyrir sjúklinga sem eru með ónæmissjúkdóm eða hafa gengið í gegnum geislameðferð sökum [[krabbameins]].
Vísindamenn halda að vefur sem kominn er af fósturvísis og fullorðnum stofnfrumun munu sýna mismunandi viðbrögð gegn höfnun við ígræðslu. Það er haldið að fullorðnar stofnfrumur og vefir sem ræktaðir eru úr þeim muni hafa minni tilhneigingu til að vera hafnað eftir ígræðslu. Þetta er vegna þess að stofnfrumur frá sjúklingnum sjálfum gætu verið ræktaðar og látnar sérhæfast í sérstaka tegund af frumum og svo verið ígrædd í sjúklinginn. Notkun á fullorðins stofnfrumum og vefjum ræktaðir úr stofnfumum sjúklingsins sjálfs þýðir að það eru mun minni lýkur á að [[ónæmisvarnarkerfi]] líkamanns hafni því. Þetta hefur mikla kosti þar sem höfnun á ígræddum vefjum er stórt vandamál, því að í flestum tilfellum verður að nota ónæmisbælandi lyf sem hafa oft miklar aukaverkanir, þar með verður hægt að komast hjá því að nota þessi lyf ([Stem cell basic][http://stemcells.nih.gov/info/basics/]) og einnig leyst vandann um siðferðisleg sjónarmið við notkun á stofnfrumum úr fósturvísum.