„Stofnfruma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Oddurv (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
 
Það er hægt að einangra stofnfrumur úr fósturvísi á fyrstu stigum þess, og í [[Frumurækt|ræktun]] geta stofnfrumurnar fjölgað sér ótakmarkað. Við sérstakar ræktunaraðstæður er hægt að fá þær til að mynda mismunandi tegundir af sérhæfðum frumun jafnvel [[egg]] og [[sæðisfruma|sæðisfrumur]].<Ref name=Campbell/> Eins lengi og stofnfrumurnar eru látnar fjölga sér í ræktinni undir viðeigandi aðstæðum haldast þær enn ósérhæfðar. En ef þær eru látnar klumpa sig saman og mynda fósturvísa, byrja þær að sérhæfast af sjálfdáðum. Þær geta þá myndað [[vöðvi|vöðvafrumur]], [[taugar|taugafrumur]] og margar tegundir af frumum.
Þetta er góður vísir fyrir því að ræktin af stofnfrumunum er heilbrigð en ferlið er stjórnlaust og er því óhagkvæm aðferð til að framleiða rækt með sérstökum tegundum af sérhæfðum frumum. Til þess að rækta með sértökum tegundum af sérhæfðum frumum er reynt að hafa stjórn á sérhæfingu stofnfrumanna. Reynt er að breyta efnasamsetningu ræktunarmiðlinum, breyta yfirborði ræktunar skálarinnar eða breyta frumunni með því að skeyta inn sérstöku [[gen]]i. Eftir margra ára tilraunir hafa vísindamenn fundið einskonar uppskrift fyrir stjórnun á sérhæfingu stofnfruma úr fósturvísum í ákveðnar tegundir af frumum.<Ref>[http://stemcells.nih.gov/info/basics/ Stem cell basic]</ref>
 
== Stofnfrumur í fullorðnum dýrum ==