Munur á milli breytinga „Ættfræði“

erfðasjúkdómarannsóknir
m (robot Bæti við: tr:Soy bilimi)
(erfðasjúkdómarannsóknir)
[[[Mynd:Stammbaum_Bluntschli.jpg|thumb|right|Ættartré]]
'''Ættfræði''' (einnig kölluð '''ættvísi''' eða '''ættspeki''' og stundum „'''mannfræði'''“) er sú [[fræðigrein]] sem fjallar um skyldleika fólks, forfeður og afkomendur. Fræðigreinin er mjög forn og hefur meðal annars skipt máli vegna erfðaréttar, hefndarskyldu, göfgi og annars sem fólki þykir/þótti skipta máli. Nú til dags skiptir hún mjög miklu máli vegna rannsókna á erfðasjúkdómum. Ættfræði hefur stundum verið nefnd ''móðir sagnfræðinnar''. <ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=418182&pageSelected=15&lang=0 Lesbók Morgunblaðsins 1951]</ref>
 
Í upphafsorðum [[Íslendingabók Ara fróða|Íslendingabókar]], elsta sagnarits á íslensku, segir Ari fróði Þorgilsson að í frumdrögum bókarinnar hafi hann ritað „áttartölu ok konunga ævi“, og í lok bókarinnar er yfirlit þar sem Ari rekur ættir íslenskra biskupa, og einnig sína eigin ætt í þrítugasta og sjötta ættlið frá Yngva Tyrkjakonungi.
 
''Niðjatöl'' eru yfirlit yfir afkomendur fólks. ''Áatöl'' eru yfirlit yfir forfeður og formæður. ''Ættartré'' er myndræn uppsetning á ætt, þar sem fjölskyldur eru raktar yfir misjafnlega margar kynslóðir.
12.800

breytingar