„Bankahrunið á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Moi (spjall), breytt til síðustu útgáfu Thvj
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bankahrunið á Íslandi''' er heiti á [[gjaldþrot]]i þriggja stærstu íslensku [[banki|viðskiptabankanna]] árið [[2008]] í kjölfar [[efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009|efnahagskreppunnar á Íslandi 2008–2009]]. Afleiðingar þess urðu sömuleiðis tilefni að [[Milliríkjadeilur Íslendinga vegna skuldbindinga íslenskra einkabanka erlendis|milliríkjadeilum Íslands við Bretland og Holland]] og setningu neyðarlaga um starfsemi fjármálafyrirtækja á Íslandi.
 
Aðdragandinn var sá að gengi krónunnar hafði lækkað stöðugt nokkra mánuði samfleytt og í lok september var því lýst yfir að [[Glitnir banki hf.|Glitni]] yrði [[þjóðnýting|þjóðnýttur]] að meirihluta. Þá fór af stað flókin atburðarrás sem leiddi til hruns hinna tveggja stóru íslensku viðskiptabankanna, [[Landsbanki Íslands|Landsbankans]] og [[Kaupþing]]s á aðeins rétt rúmlega viku. [[Alþingi]] Íslands hefur skipað sérstaka [[rannsóknarnefnd Alþingis|rannsóknarnefnd]] sem hefur það hlutverk að komast að því hverjar orsakir hrunsins voru og draga þá, ef einhverjir eru, sem bera ábyrgð fyrir dóm.
== Þjóðnýting Glitnis ==
 
== Þjóðnýting Glitnis (29. september) ==
[[Mynd:Glitnir logo.png|thumb|right|Vörumerki Glitnis.]]
Þann [[29. september]] var tilkynnt að [[Ísland|íslenska]] [[ríki]]ð myndi eignast 75% hlut í [[Glitnir banki hf.|Glitni]] fyrir 600 milljónir [[evra]] eða um 84 milljarða íslenskra króna. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir yfirtökunni voru þröng lausafjársstaða Glitnis og erfitt ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3018|titill=Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé|ár=2008|mánuður=29. september|mánuðurskoðað=12. október|árskoðað=2008}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.glitnir.is/um-glitni/frettir/nanar/item14984/Islenska_rikid_kaupir_75_prosent_hlut_i_Glitni_/|titill=Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í Glitni|ár=2008|mánuður=29. september|mánuðurskoðað=14. október|árskoðað=2008}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/29/rikid_eignast_75_prosent_i_glitni/|titill=Ríkið eignast 75% í Glitni|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=29. september}}</ref> [[Davíð Oddsson]] [[seðlabankinn|seðlabankastjóri]] sagði að ef ekki hefði verið gripið til aðgerða þá hefði hlutafé bankans verið 0 og hann farið í [[Gjaldþrot|þrot]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/29/glitnir_hefdi_farid_i_throt/|titill=Glitnir hefði farið í þrot|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=29. september}}</ref> Talið er að ein meginástæða fyrir erfiðleikum Glitnis hafi verið gjaldþrot bandaríska bankans [[Lehman Brothers]] sem átti í viðskiptum við Glitni. Nánast um leið og þetta var tilkynnt lækkaði alþjóðlega [[matsfyrirtæki]]ð [[Standard & Poor's]] einkunnir sínar fyrir ríkissjóð sem og [[Íbúðalánasjóður|Íbúðalánasjóð]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item228768/|titill=Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs lækkar|mánuðurskoðað=14. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=30. september}}</ref> Lokað var fyrir öll viðskipti með fjármálasjóði Glitnis, og varð þetta til þess að [[Stoðir]] fór í greiðslustöðvun.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item228881/|titill=Eignir í skuldabréfasjóðum frystar|mánuðurskoðað=14. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=30. september}}</ref> Viðskipti með [[peningamarkaðssjóður|peningamarkaðssjóðinn]] Sjóð 9 og skuldabréfasjóðina Sjóð 1 og Sjóð 9 EUR voru til sérstakrar athugunar en opnað var aftur fyrir viðskiptum [[1. október]] en þá hafði endurmat á virði Sjóðs 9 lækkað gengi hans um 7%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.glitnir.is/um-glitni/frettir/nanar/item15261/Ovissu_um_sjodi_Glitnis_eytt/|titill=Óvissu um sjóði Glitnis eytt|mánuðurskoðað=14. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=1. október}}</ref> Seinna bárust fréttir af því að ríkissjóður hefði greitt 11 milljarða króna inn á Sjóð 9 vegna þess [[Illugi Gunnarsson]], þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði verið í stjórn Sjóðs 9 frá því í byrjun árs 2008 og sjóðurinn mætti því ekki fara í þrot. Þetta reyndist rangt, hið rétta var að Glitnir hafði keypt skuldabréf Stoða í Sjóð 9 með eigin peningum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.illugi.is/w/?p=215|titill=Hvað með sjóð 9?|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2009|ár=2009|mánuður=26. febrúar}}</ref>
Lína 14 ⟶ 16:
Daginn eftir barst nafnlaus ábending um að ekki hefði verið einhugur meðal stjórnar Stoða um yfirlýsinguna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item228758/|titill=Stoðir: Ekki einhugur í stjórninni|ár=2008|mánuður=30. september|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2008|útgefandi=RÚV}}</ref>
 
== Hætt við viðskipti Landsbankans (1. október) ==
[[Mynd:Landsbanki logo.gif|thumb|right|Vörumerki Landsbankans.]]
Þann [[1. október]] gerði [[Straumur-Burðarás]] kaupsamning við Landsbankann um kaup á þremur dótturfyrirtækjum; ''Landsbankinn Kepler'' með 380 starfsmenn í 7 löndum; Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Spáni, Sviss, Þýskalandi og BNA. ''Landsbankinn Securities'' með 200 starfsmenn í Lundúnum og Edinborg og ''Merrion Landsbanki'' með 100 starfsmenn á Írlandi. Kaupverðið var ákveðið 380 m. evra, eða um 55 ma.k.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item228984/|titill=Straumur kaupir erlendan rekstur LÍ|ár=2008|mánuður=1. október|mánuðurskoðað=20. október|árskoðað=2008}}</ref> Ekki varð af þessum kaupum vegna þess að þann [[7. október]] yfirtók íslenska ríkið rekstur Landsbankans og því taldi stjórn Straums-Burðaráss ekki lengur vera forsendur fyrir samningnum. Honum var rift þann [[10. október]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.straumur.net/en/Investor-Relations/Financial-releases/?xml=PR/200810/1258966.xml%26usercontrol=/Web/Units/PressRelease.ascx|titill=Acquisitions from Landsbanki cancelled|ár=2008|mánuður=10. október}}</ref>
Lína 22 ⟶ 24:
Eftir stífa fundarsetur íslensku ríkisstjórnarinnar með ýmsum hagsmunaaðilum úr einkageiranum tilkynnti [[Geir H. Haarde]] að kvöldi [[5. október]] að samkomulag hefði verið gert við íslensku bankana um að þeir myndu draga úr umsvifum sínum erlendis, með sölu á eignum sínum þar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item229777/|titill=Samkomulag við bankana|mánuðurskoðað=14. október|árskoðað=2008}}</ref>
 
== Neyðarlög (6. október) ==
Daginn eftir ávarpaði, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, íslensku þjóðina í ávarpi sem var sjónvarpað og útvarpað beint. Hann sagði efnahag íslensku viðskiptabankana nema margfalda landsframleiðslu á við íslenska ríkið sem væri „''svo smátt í samanburði''“.<ref name="geirraeda">{{vefheimild|url=http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/3034|titill=Ávarp forsætisráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði|mánuðurskoðað=14. október|árskoðað=2008}}</ref> Hann lagði áherslu á að staða bankanna hefði versnað mikið, mjög hratt, að raunveruleg hætta væri á því að „''íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot''“<ref name="geirraeda"/> og að verkefni stjórnvalda á næstu dögum væri „''að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist, ef íslensku bankarnir verða óstarfhæfir að einhverju marki.''“<ref name="geirraeda"/>
Geir lauk ávarpi sínu á hinum fleygu orðum ''[[Guð blessi Ísland]]''.
Lína 32 ⟶ 34:
Lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta<ref name="trlog">{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/altext/stjt/2002.161.html|titill=Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta|mánuðurskoðað=23. október|árskoðað=2008|ár=1999|mánuður=27. desember}}</ref> var einnig breytt. Þau lög lúta að [[Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta|Tryggingarsjóð innistæðueigenda og fjárfesta]] og eiga „''að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laga þessara.''“<ref name="trlog"/>Lögum um húsnæðismál var einnig breytt.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/altext/stjt/1998.044.html|titill=Lög um húsnæðismál|mánuðurskoðað=23. október|árskoðað=2008|ár=1998|mánuður=3. júní}}</ref>
 
== Fjármálaeftirlitið tekur yfir rekstur Landsbankans (7. október) ==
Þann [[7. október]] tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Landsbankans, bankastjórar störfuðu eftir sem áður en við stjórn bankans tók sjálfstætt skipuð skilanefnd. Þetta var gert „''til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi''”.<ref>{{vefheimild|url=http://www.landsbanki.is/Uploads/Documents/Frettir/fme_tilkynning.pdf|titill=Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi|mánuðurskoðað=7. nóvember|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=7. október|snið=pdf}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir/?GroupID=294&NewsID=13283&y=0&p=2|titill=Starfsemi Landsbankans óbreytt og bankastjórn ber áfram ábyrgð á daglegum rekstri|mánuðurskoðað=7. nóvember|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=7. október}}</ref> Sams konar ferli átti sér stað með rekstur Glitnis, og þar með var fallið frá kaupum ríkisins á 75% hlut í bankanum sem tilkynnt hafði verið um 29. september.<ref>{{vefheimild|url=http://www.fme.is/?PageID=576&NewsID=336|titill=Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Glitnis til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi|mánuðurskoðað=7. nóvember|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=7. október|útgefandi=Fjármálaeftirlitið}}</ref> Sama dag var Nýi Landsbanki Íslands hf. stofnaður, hann tók til starfa tveimur dögum seinna.
 
=== Nýir vinir ===
Þann [[7. október]] tilkynnti [[Seðlabankinn]] að staðfest hefði verið að [[Rússland]] myndi veita [[Ísland]]i lán að upphæð 4 milljarða [[evra]] til þess að styrkja gjaldeyrisforða Íslendinga.<ref>{{vefheimild|url=http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1868|titill=Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref> Það að Íslendingar skyldu leita til Rússlands um lán kom mörgum á óvart bæði innanlands og utan.[[Geir H. Haarde]] [[forsætisráðherra]] útskýrði stöðu Íslendinga á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum:
 
Lína 44 ⟶ 46:
Skömmu síðar kom fram að engin formleg ósk hafi borist til Rússa frá Íslendingum um lán, að samningaviðræður hafi ekki verið hafnar og að engin ákvörðun hafi verið tekin um að veita Íslendingum lán.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/07/segir_akvordun_um_lan_ekki_liggja_fyrir/|titill=Segir ákvörðun um lán ekki liggja fyrir|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref> Seðlabankinn tilkynnti seinna sama dag að Ísland og Rússland myndu hefja viðræður innan fárra daga.<ref>{{vefheimild|url=http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1875|titill=Efling gjaldeyrisforðans|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref> [[Davíð Oddsson]], bankastjóri sagði í viðtali við [[Bloomberg]] að fréttatilkynning Seðlabankans þess efnis að Íslendingar hafi fengið lán frá Rússum hafi ekki verið rétt og að rétt væri að þjóðirnar tvær ættu nú í viðræðum um hugsanlegt lán.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/07/sedlabankastjori_vidraedur_standa_yfir_vid_russa/|titill=Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref>
 
=== Kastljósviðtal við Davíð Oddsson ===
Í viðtali í [[Kastljós]]i sem sýnt var um kvöldið varði Davíð Oddsson seðlabankastjóri yfirtöku Glitnis og í svari hans kom meðal annars fram að „''þegar skuldirnar eru orðnar þannig að íslensku bankarnir þurfa 50-55 milljarða evra á þremur til fjórum árum næstu - og geta ekki útvegað sér það því þeir markaðir eru lokaðir - þá værum við að setja slíkan skuldaklafa á börnin okkar og barnabörnin, að það væri þrældómur fyrir annarra manna sök''“.<ref name="david">{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/07/rikid_borgi_ekki_skuldir_oreidumanna/|titill=Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna|ár=2008|mánuður=7. október|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2008}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/13/hvad_sagdi_david/|titill=Hvað sagði Davíð?|ár=2008|mánuður=13. október|mánuðurskoðað=19. janúar|árskoðað=2009}}</ref> Hann sagði að aðgerðir íslenskra stjórnvalda væru sambærilegar við aðgerðir bandarísku ríkisstjórnarinnar varðandi [[Washington Mutual]] sem er bandarískur sparisjóður sem fór í greiðslustöðvun 25. september 2008. [[Richard Portes]], sem áður hafði unnið afar jákvæða skýrslu um íslenskt viðskiptalíf fyrir [[Viðskiptaráð Íslands]], skrifaði grein á vef [[Financial Times]] þann 12. október þar sem hann sagði um Davíð:
 
Lína 56 ⟶ 58:
Þann 15. október voru stýrisvextir Seðlabankans lækkaðir um 3,5%, úr 15,5% í 12%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1907|titill=Bankastjórn Seðlabanka Íslands samþykkir að lækka stýrivexti um 3,5%|mánuðurskoðað=18. mars|árskoðað=2009}}</ref> Tæpum tveimur vikum seinna voru þeir hækkaðir á ný, um 6% í þetta skiptið í 18%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1937|titill=Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti|ár=2008|mánuður=28. október|mánuðurskoðað=18. mars|árskoðað=2009}}</ref>
 
{{tilvitnun2|Hvorki ríkisstjórnin né Seðlabanki Íslands virtust vera vel undirbúin. Svo virðist sem ekki hafi verið ráðist í aðrar undirbúningsaðgerðir en gerð neyðarlaganna. Bæði kerfisbundna kreppan og þeir atburðir sem í kjölfarið fylgdu voru fyrirsjáanlegar afleiðingar hruns bankakerfisins.|Jón Daníelsson og Gylfi Zoega<ref>{{vefheimild|url=http://risk.lse.ac.uk/rr/files/i.pdf|titill=Hagkerfi bíður skipbrot|höfundur=Jón Daníelsson og Gylfi Zoega|snið=pdf}}</ref> }}
 
== Yfirtakan á Kaupþing (9. október)==
Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Kaupþings 9. október.<ref>{{vefheimild|url=http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=339|titill=Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Kaupþings hf. til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi|höfundur=Fjármálaeftirlitið}}</ref><ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/09/fme_yfirtekur_kaupthing/ FME yfirtekur Kaupþing]</ref> Aðgerðir breskra yfirvalda gegn Landsbankanum náðu einnig til Kaupþings þar eð degi áður var [[Kaupthing Singer & Friedlander]], enskur dótturbanki Kaupþings, settur í greiðslustöðvun.<ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/08/kaupthing_i_london_i_greidslustodvun/ Kaupþing í London í greiðslustöðvun]</ref>
 
Um kvöldið sagði [[Sigríður Ingibjörg Ingadóttir]] sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands. Með því vildi hún axla ábyrgð sína á hruninu.<ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4008516 Segir sig úr Seðlabankaráði]</ref>
 
== Tilvísanir ==