„Calígúla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
'''Gaius Iulius Caesar Augustus Germanicus''', betur þekktur sem '''Calígúla''' (á latínu: '''Caligula''', stundum skrifað '''Kalígúla''' á íslensku) ([[31. ágúst]] [[12]] – [[24. janúar]] [[41]]) var þriðji [[Rómarkeisari|keisari]] [[Rómaveldi]]s [[37]] – [[41]]. Hann tók við af [[Tíberíus]]i.
 
Calígúla var sonur [[Germanicus]]ar og [[Agrippina eldri|Agrippinu eldri]]; hann var eyðsluseggur og grimmur og óútreiknanlegur [[harðstjóri]] og talinn geðbilaður. Hann gerðiætlaði til dæmis að gera hest sinn ''Incitatus'' að [[rómverska öldungaráðið|öldungaráðsmanni]]ræðismanni. Calígúla var myrtur af [[lífvarðaforingi|lífvarðaforingja]] sínum.
 
== Æska ==
Viðurnefnið Calígúla hlaut hann er hann fylgdi föður sínum á unga aldri í herferðir í Germaníu, þar sem hann fékk lítinn hermannsbúning til að klæðast. Hermennirnir fóru þá að kalla hann ''Caligula'' sem þýða má sem „litlir skór“, en skór hermanna voru kallaðir ''caliga''. Síðar fór honum að líka illa við þetta viðurnefni og þegar hann var orðinn keisari refsaði hann mönnum fyrir að nota það.
 
=== Fjölskylda ===
Germanicus, faðir Calígúla, var bróðursonur Tíberíusar keisara, en var ættleiddur af Tíberíusi eftir að Drusus, faðir hans, lést. Germanicus lést þegar Calígúla var aðeins sjö ára, árið 19, hugsanlega af völdum eitrunar. Móðir Calígúla, Agrippina eldri, varð fyrir barðinu á ofsóknum [[Sejanus]]ar, lífvarðaforingja Tíberíusar, og var hneppt í varðhald, þar sem hún svelti sig að lokum til dauða árið 33. Tveir bræður Calígúla hlutu sömu örlög og dóu báðir í varðhaldi. Calígúla sjálfur flúði [[Róm|Rómaborg]] og fór til eyjarinnar Kaprí þar sem hann dvaldi hjá Tíberíusi, en á eynni varði keisarinn mestum sínum tíma á síðari hluta valdaferils síns. Árið 35 var Calígúla ættleiddur af Tíberíusi, ásamt TiberíusiTiberiusi Gemellusi frænda sínum, og þeir þar með gerðir að erfingjum Tíberíusar. Calígúla erfði keisaratign Tíberíusar þegar sá síðarnefndi lést. Gemellus var þá aðeins á táningsaldri og var ættleiddur af Calígúla. Nokkrum mánuðum síðar taldi Calígúla þó að Gemellus væri að skipuleggja samsæri gegn sér og lét því taka hann af lífi.
 
== Valdatími ==
=== Fjármál ===
Calígúla var mikill eyðsluseggur og tókst á sinni stuttu valdatíð að eyða öllum þeim miklu fjármunum sem hann fékk í arf frá Tíberíusi. Á meðal þess sem hann lét byggja var floti stórra skipa sem hann notaði m.a. til þess að mynda fljótandi brú yfir Napolíflóa. Calígúla reið svo yfir flóann á Incitatusi, uppáhalds hestinum sínum, í brynju [[Alexander mikli|Alexanders mikla]]. Þar að auki lét hann byggja tvö risaskip fyrir sjálfan sig. Annað, það minna, var notað sem fljótandi musteri, en hitt, það stærra, var í raun fljótandi höll. Calígúla réðst einnig í ýmsar opinberar framkvæmdir þ.á.m. byggingu tveggja nýrra vatnsleiðsla.
 
Þegar arfur Tíberíusar var uppurinn hækkaði Calígúla skatta og lagði á nýja, m.a. skatt á vændi. Einnig varð hann sér úti um fé með því að fjárkúga ríka einstaklinga, slá eign sinni á eignir manna sem voru nýlátnir og með því að bjóða upp [[skilmingaþræll|skilmingaþræla]].
 
{{Commonscat|Caligula|Calígúla}}
 
{{Töflubyrjun}}