„Prentari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
m Skráin BrotherHL5370.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Killiondude.
Lína 1:
 
[[Mynd:BrotherHL5370.jpg|thumb|200px|Nútímalegur geislaprentari.]]
'''Prentari''' er [[jaðartæki]] sem er notað til að skapa útprentanir af skjölum, sem eru vistuð í [[tölva|tölvu]], á [[pappír]] eða [[pappi|pappa]] til dæmis. Flestir prentarar eru tengdir tölvu með [[USB]]-kapli, sem flytur prentara gögn til að prenta út. Það eru líka til netprentarar, það er að segja prentarar sem eru tengdir [[staðarnet]]i með [[Ethernet]]-kapli. Þessir prentarar geta verið notaðir af mörgum tölvum tengdum staðarnetinu. Oft geta prentarar tengst bæði staðartölvum eða tölvum í staðarneti. Auk þess geta margir nútímaprentarar prentað út beint úr [[minnisbúnaður| minnisbúnaði]] eins og [[minniskort]]i eða [[vasaminni]], matað tölvunni gögn með [[skanni|skanna]], sent þessi gögn í [[símabréf]]i eða [[ljósritunarvél|ljósritað]] skjöl. Þessi tegund af prentara heitir [[fjölnotatæki]].